Fjölbreytt sumarstörf hjá Rannís

14.5.2021

Rannís auglýsir eftir 10 námsmönnum í sumarstörf. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki stjórnvalda og Vinnumálastofnunar. Umsóknarfrestur er til 21. maí n.k.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð störf innan mismunandi sviða Rannís:

  1. Skjalavörður - ljósmyndaskráning
  2. Kynningar- og markaðsmál fyrir evrópskar samstarfsáætlanir
  3. Kortlagning norræns samstarfs
  4. Kynningarstarf fyrir Uppbyggingarsjóð EES
  5. Kortlagning á evrópsku rannsóknasamstarfi
  6. Könnun á skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna og gerð kynningarefnis
  7. Skráning umsóknargagna í gagnagrunna
  8. Skjalavörður (2 stöðugildi)
  9. Úttekt á vef og kynningarefni fyrir Enterprise Europe Network

Gert er ráð fyrir að ráðningartímabilið sé tveir og hálfur mánuður. Sótt er um störfin á vef Vinnumálastofnunar.

Rannís er líflegur vinnustaður með tæplega 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica