Fjármál, uppgjör og utanumhald verkefna í Horizon Europe

23.5.2024

Þann 26. og 27. júní næstkomandi standa Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi, EDIH-IS, fyrir námskeiði um fjármál og uppgjör verkefna í Horizon Europe.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, uppgjör og önnur grundvallaratriði er varða utanumhald verkefna í Horizon Europe. Náskeiðið stendur frá klukkan 9:00-17:00 báða dagana.

Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fjármálastjórum, verkefnastjórum, rannsóknastjórum og öðrum sem hafa aðkomu að verkefnum á vegum Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins

Leiðbeinandi er Raphael de Vivans sérfræðingur EFMC með áherslu á fjármál og uppgjör

  • Hámarksfjöldi þátttakenda er 30
  • Tími: 26 og 27 júní 2024, klukkan 9:00 – 17:00 báða dagana
  • Staður: Salurinn Gallerí á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík
  • Námskeiðsgjald: 60.000 kr.
  • Innifalið: námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar

Skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica