Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl og geðheilbrigði meðal þriggja áherslusviða Sprotasjóðs fyrir árið 2023
Stjórn Sprotasjóðs hefur tekið ákvörðun um þrjú áherslusvið sjóðsins fyrir árið 2023.
Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá. Á hverju ári styrkir sjóðurinn tugi verkefna alls staðar af landinu sem stuðla að þróun og nýsköpun í skólastarfi.
Stjórn Sprotasjóðs hefur tekið ákvörðun um að eftirfarandi áherslusvið sjóðsins gildi fyrir árið 2023:
- Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði.
- Sköpun og hönnun.
- Stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.
Sjóðurinn tekur vel á móti öllum verkefnum sem að falla undir þessi áherslusvið en einnig er hægt að senda inn umsóknir sem ekki falla undir þessi áherslusvið. Allar umsóknir eru metnar út frá matskvarða sjóðsins.
Næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 16. febrúar 2023 kl. 15:00. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun árs 2023.
Rannís sér um umsýslu Sprotasjóðs fyrir hönd mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu sjóðsins: