Evrópska samfjármögnunin um sjaldgæfa sjúkdóma auglýsir eftir umsóknum

12.12.2024

European Rare Diseases Research Alliance (ERDERA) hefur auglýst fyrsta kall áætlunarinnar "Pre-clinical therapy studies for rare diseases using small molecules and biologicals – development and validation”.

Markmið kallsins er að gera vísindamönnum í mismunandi löndum kleift að byggja upp árangursríkt samstarf um sameiginlegt þverfræðilegt rannsóknarverkefni. Gert er ráð fyrir að niðurstöðurnar nýtist til hagsbóta fyrir sjúklinga í framtíðinni.
Verkefni ættu að einblína á hóp sjaldgæfra sjúkdóma eða á einn sjaldgæfan sjúkdóm ef engin gild rök eða sönnunargögn eru fyrir því að hópa sjúkdóma saman.
Flokkun sjaldgæfra sjúkdóma fylgir evrópskri skilgreiningu, þ.e. sjúkdómur sem leggst á ekki fleiri en fimm af hverjum 10.000 einstaklingum í Evrópusambandinu, aðildarríkjum þess, og Kanada.

Lesa kall textann/call text

Vefstofa:

Þann 17. desember nk. frá 13:00-15:00 að íslenskum tíma verður upplýsingafundur um kallið  fyrir áhugasama: Nánari upplýsingar og skráning á vefstofu

Mikilvægar dagsetningar:

  • Call Launch: December 10, 2024
  • Pre-proposal Submission Deadline: February 13, 2025
  • Full Proposal Invitations: Early May 2025
  • Information webinar for applicants to submit a full proposal: May 6 2025
  • Full proposal submission deadline: July 9 2025
  • Funding Decisions: December 2025

Nánari upplýsingar á vef ERDERA









Þetta vefsvæði byggir á Eplica