Evrópska samfjámögnunin á sviði sniðlækninga (European Partnership for Personlised Medicine)auglýsir annað kall áætlunarinnar

16.12.2024

Yfirskrift kallsins er lyfjaerfðafræðileg nálgun á sniðlækningar (Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine, EP PerMed JTC2025).

Rannís, fyrir hönd Íslands, tekur þátt í samfjármögnuninni, sem er að hluta til fjármögnuð af Evrópusambandinu. 

Áætluninni um sniðlækningar er ætlað að leiða saman sérfæðinga og rannsóknateymi og auka þannig samkeppnishæfni Evrópu á sviði sniðlækninga.

Um er að ræða tveggja þrepa kall, þar sem fyrst er send inn forumsókn og svo full umsókn á öðru stigi. 
Umsóknarfrestur á fyrra þrep er 18. febrúar 2025.

Nánari upplýsingar um kallið: Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine

Upplýsingadagur verður haldinn 9. janúar 2025 - skráning á upplýsingadag

Áætluð tímalína EP PerMed JTC2025
9. janúar 2025Upplýsingadagur
18. febrúar 2025Umsóknarfrestur fyrir forumsóknir
17. júní 2025Umsóknarfrestur fyrir fulla umsókn
Október 2025Úthlutun tilkynnt
Lok árs 2025/byrjun árs 2026Verkefni hefjast









Þetta vefsvæði byggir á Eplica