Evrópska samfjámögnunin á sviði sniðlækninga (European Partnership for Personlised Medicine) forauglýsir annað kall áætlunarinnar

18.11.2024

Yfirskrift kallsins er lyfjaerfðafræðileg nálgun á sniðlækningar (Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine, EP PerMed JTC2025) og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um miðjan desember 2024.

Rannís, fyrir hönd Íslands, tekur þátt í samfjármögnuninni, sem er að hluta til fjármögnuð af Evrópusambandinu. 

Áætluninni um sniðlækningar er ætlað að leiða saman sérfæðinga og rannsóknateymi og auka þannig samkeppnishæfni Evrópu á sviði sniðlækninga.

Um er að ræða tveggja þrepa kall, þar sem fyrst er send inn forumsókn og svo full umsókn á öðru stigi. Fjármögnunin er 35 milljónir evra.

Upplýsingadagur verður haldinn 9. janúar 2025 og verður hann auglýstur nánar síðar.

Nánari upplýsingar um kallið: Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine

Áætluð tímalína EP PerMed JTC2025
Miðjan desember 2024Kallið opnað
9. janúar 2025Upplýsingadagur
18. febrúar 2025Umsóknarfrestur fyrir forumsóknir
17. júní 2025Umsóknarfrestur fyrir fulla umsókn
Október 2025Úthlutun tilkynnt
Lok árs 2025/byrjun árs 2026Verkefni hefjast









Þetta vefsvæði byggir á Eplica