Evrópsk samfjármögnun um sjálfbæra framtíð fæðukerfis er hafin
Samfjármögnunin sustainable Future of Food Systems (FutureFoodS) er hafin og tekur Ísland þátt auk 28 annarra landa og 86 stofnana.
Markmið samfjármögnunarinnar er að umbreyta matvælaframleiðslu og neyslu í Evrópu í átt að sjálfbærari og sterkari kerfum. Verkfnið sameinar leiðandi sérfræðinga, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og stefnumótendur til að þróa sameiginlegar lausnir á flóknum áskorunum sem fæðukerfi okkar standa frammi fyrir, svo sem loftslagsbreytingum, tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og fæðuöryggi.
Á 10 ára tímabili samfjármögnar verkefnis verða 6 köll eftir lausnum til að þróa sameiginlegar lausnir á margslungnum áskorunum.
Frekari upplýsingar um verkefnið og kallið má sjá á vefsíðu verkefnis.
Gert er ráð fyrir að fyrsta kall áætlunarinnar opni október 2024 og má kynna sér forauglýsingu um kallið á vefsvæði samfjármögnunarinnar: