Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur
Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2025 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars.
Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps mun á nýju ári, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum þar sem styrktækifæri ársins eru kynnt og umsækjendum veittur stuðningur.
Það er von Landskrifstofu að allir markhópar finni hér viðburð við hæfi og geti fundið þannig stuðning í umsóknarferlinu. Einnig er velkomið að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu.
Almennar kynningar
- 15. janúar kl. 14:00 - Vefstofa um skammtímaverkefni í Erasmus+ nám og þjálfun (Short term mobility projects) fyrir aðila í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi:
Skráning - 22. janúar kl. 14:00 – Vefstofa fyrir aðila sem eru með Erasmus+ aðild (Accreditation) í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi ( hlekkur á vefstofu ).
Skráning - 28. janúar kl. 14:00 – Vefstofa um umsóknarskrif fyrir samstarfsverkefni í Erasmus+ fyrir alla markhópa ( Hlekkur á vefstofu ).
Skráning - 29. janúar kl. 15:00 - 16:00 - Erasmus Café - Inngilding, þýðing henar, hagnýt dæmi og verkfæri. Fyrir alla markhópa. ( Hlekkur á vefstofu ).
Skráning
Æskulýðshluti Erasmus+
- 22. janúar kl. 13:00 - Vefstofa fyrir DiscoverEU Inclusion Action:
Skráning - 23. janúar kl. 11:00 - Vefstofa fyrir samtök og sveitarfélög ( hlekkur á fundinn ).
Skráning - 23. janúar kl. 15:00 - Vefstofa fyrir ungt fólk:
Skráning