Einstaklega vel sótt Vísindavaka

7.10.2022

Vísindavaka Rannís var haldin 1. október og óhætt er að segja að vísindin hafi lifnað við í Laugardalshöllinni en ríflega 6400 manns sóttu Vísindavökuna heim.

Vísindavakan opnaði kl. 13:00 með ávarpi forstöðumanns Rannís, Ágústar H. Ingþórssonar. Í kjölfar ávarp hans veitti ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, Ásdís Halla Bragadóttir Háskóla unga fólksins viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.

Eftir veitingu viðurkenningarinnar varð kátt í höllinni þegar Sprengju-Kata sprengdi Vísindavökuna í gang. Börn, ungmenni og fullorðnir streymdi að og var þannig það sem eftir lifði dags en Vísindavökunni lauk klukkan 18:00. Samkvæmt talningu sóttu ríflega 6400 manns Vísindavökuna heim á þessum fimm klukkustundum.

Ys og þys var í höllinni allan tímann og vill Rannís þakka þeim fjölmörgu sem heimsóttu Vísindavökuna sem og þeim fjölmörgu sýnendum og vísindafólki  sem leyfðugestum að prófa hin ýmsu tæki og tól sem það vinnur með í sínu daglega starfi. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica