Digital Europe auglýsir opið kall til styrktar þróunar á stafrænni hæfni á háskólastigi

20.10.2022

Verkefnið skal vera þróað innan evrópsks háskólanets í samstarfi við að minnsta kosti tvö fyrirtæki (SMEs) og rannsóknasetur. Hvert verkefni verður styrkt um 10 miljónir evra til allt að fjögra ára. Umsóknarfrestur er 24. janúar 2023.

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við þróun og innleiðingu nýrra námsleiða á háskólastigi (í grunnnámi og meistaranámi) á sviði starfrænnar hæfni innan fræðisviða háskólanna. Sérstaklega er hvatt til þverfaglegrar nálgunar við þróun námsefnis / námsleiða með það að markmiði að efla hæfni nemenda til að innleiða og nota tækni á öflugan hátt í starfi sínu. Fræðisvið getur t.d. verið innan landbúnaðar, félagsvísinda, hugvísinda, menntavísinda, heilbrigðisvísinda, verkfræði og náttúruvísinda.

Námsefni getur verið á fjölbreyttu sviði tækniþróunar og má m.a. ná yfir þróun og notkun gervigreindar, netöryggis, gagnavinnslu, sýndarveruleika, öreindartækni, ljósmyndagreininga, skammtafræði og vélmenna.

Umsækjendur skulu velja a.m.k. eitt af eftirfarandi áherslusviðum:

  1. Uppbygging stafrænnar hæfni: Hönnun og þróun nýrra námsleiða sem endurspeglar þá tækniþróun sem hefur átt sér stað innan fræðisviðsins og veitir nemendum fræðilega og hagnýta færni og þekkingu til að nýta og takast á við stafræna tækni.

  1. Þjálfun og sérþekking kennara: Fjárhagslegur stuðningur til að þjálfa starfsfólk og / eða laða að nýtt starfsfólk t.d. úr einkageiranum. Aðgerðir til þess að styðja við kennaraskipti milli þeirra háskóla / stofnana sem eru hluti af háskólanetinu. Uppfæra stafrænar lausnir: Kaup, leiga og / eða innleiðing á búnaði og öðrum stafrænum tækniinnviðum með sérstakri áherslu á samvirkni upplýsingakerfa á milli samstarfsaðila.

  1. Stuðningur við nemendur: Veita námstyrki til að laða að nemendur (allt að 20% af heildarkostnaði verkefnisins).

Nánari upplýsingar um kallið:

Digital Europe Programme - Call for Propopals (pdf)

Umsóknargátt ESB
Um Digital Europe á vef Rannís

English Version









Þetta vefsvæði byggir á Eplica