Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum
Umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menningarhluta Creative Europe hefur verið framlengdur til 5. maí nk.
Samstarfsverkefni skiptast í eftirfarandi þrjá flokka:
- Lítil samstarfsverkefni: Minnst þrír samstarfsaðilar frá þremur löndum.
Umsækjendur geta sótt um allt að 200.000 € - Meðalstór samstarfsverkefni: Minnst fimm samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökulöndum.
Umsækjendur geta sótt um allt 1 milljón € - Stór samstarfsverkefni: Tíu samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökuríkjum.
Umsækjendur geta sótt um allt að 2 milljónir €
Gildistími verkefna í öllum flokkum er allt að 48 mánuðir.
Umsóknarfrestur er til 5. maí kl. 15:00 að íslenskum tíma (17:00 í Brussel).
Ef áhugi er á evrópsku menningarsamstarfi þá þarf að leita að samstararfsaðilum hið fyrsta og hefja umsóknarferlið. Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn.
- Nánar um menningarhluta Creative Europe á síðu Rannís
- Leiðbeiningar fyrir umsækjendur
- Sjá einnig Tíu góð ráð þegar sótt er um í menningarhluta Creative Europe