COST auglýsir 70 ný verkefni

17.5.2023

Tilnefningar hefjast þann 9. júní næstkomandi. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp alþjóðleg samstarfsnet rannsókna og nýsköpunar. COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni í rannsóknaáætlunum ESB.

Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. COST greiðir fyrir kostnað þátttakenda vegna ferða og ráðstefnuhalds í þessum verkefnum en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf.

Samþykkt COST verkefni

Þátttaka í COST verkefnum er opin öllu vísindafólki sem hefur sérþekkingu á því sviði sem verkefnið fjallar um, hvort sem um er að ræða doktorsnema eða reyndari vísindamenn úr bæði háskólum og einkageira.

Frétt á vef COST

  • Einnig geta áhugasamir geta skráð sig í vinnuhópa (working group) og er viðkomandi þá ekki formlegur fulltrúi Íslands. Skráning í vinnuhóp fer ekki fram í gegnum Rannís.

Hvert COST verkefni stendur yfir í fjögur ár og er hægt að gerast þátttakandi í COST verkefni hvenær sem er á þeim tíma. 

In English


  • Upplýsingadagur COST verður haldinn 24. maí næstkomandi og er hann öllum opinn.

  • Minnum á á að lokafrestur til að skila inn umsókn um nýtt COST verkefni er til og með 25. október 2023. 
    Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica