Bókasafnasjóður úthlutun 2022
Umsóknarfrestur í Bókasafnasjóð rann út þann 15. mars síðastliðinn. Sjóðnum bárust samtals 15 umsóknir og sótt var um rúmar 40 milljónir en 20 milljónir voru til úthlutunar.
Margar góðar og fjölbreyttar umsóknir bárust fyrir umsóknarfrest. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja níu umsóknir. Af þeim fær Háskólinn á Bifröst fær hæsta styrkinn eða 4,5 milljónir króna, og snýr verkefnið að því að koma á kennsluvef í upplýsingalæsi. Var það mat ráðsins að þar færi verðugt verkefni. Menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir bauð styrkþegum til athafnar í Safnahúsi þann 15. júní 2022.
Styrkir 2022*
Styrkhafi | Heiti verkefnis | Styrkur |
Borgarbókasafnið | Minningabankinn - Lifandi bókverkasafn | 2.000.000 |
Borgarbókasafnið | Vettvangur samsköpunar almennings – bókasafnið | 4.000.000 |
Bókasafn Hafnarfjarðar /Hugrún Margrét Óladóttir | Anna býður þér / Anna invites you | 436.000 |
Bókasafn Kópavogs | Hverfin okkar: Landkönnun um Kórahverfið | 800.000 |
Félag um barnabókasafn | Höfundatal. Skrá yfir höfunda íslenskra barnabóka | 1.300.000 |
Háskólinn á Bifröst ses. | Kennsluvefur í upplýsingalæsi | 4.500.000 |
Heiða Rúnarsdóttir | Áreiðanleiki upplýsinga og falsfréttir | 1.700.000 |
Landsbókasafn -Háskólabókasafn | Saga bókbands á Íslandi – rannsóknir og útgáfa |
4.324.000 |
Reykjavíkurborg Borgarbókasafnið | Anime klúbbar Borgarbókasafnsins | 940.000 |
Samtals | 20.000.000 |
Næsti umsóknarfrestur verður 15. mars 2023.
Bókasafnaráð skipa:
- Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður
- Njörður Sigurðsson
- Hólmkell Hreinsson
- Helgi Sigurbjörnsson
- Siggerður Ólöf Sigurðardóttir
*Birt með fyrirvara um villur.