Betri umönnun nær heimili: Efling grunn- og samfélagsþjónustu
Samfjármögnunin umbreyting heilbrigðisþjónustu (Transforming health and care systems) hefur tilkynnt um væntanlegt kall: Betri umönnun nær heimili (e. Better care closer to home: Enhancing primary and community care) sem verður opnað þann 26. nóvember 2024.
Um er að ræða þriðja sameiginlega fjölþjóðlega kallið innan áætlunarinnar. Heildarfjárveiting til áætlunarinnar eru rúmar 34 milljónir evra og er hún undir hatti Horizon Europe og því styrkt að hluta af Evrópusambandinu. Ísland tekur þátt í áætluninni ásamt rúmlega 30 samstarfsaðilum.
Endanlegt markmið er að auka gæði, skilvirkni, jöfnuð og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu.
Stuðla að betri forvörnum og um leið bæta lífsgæði almennings og sjúklinga, auk þess að draga úr álagi og kostnaði fyrir alla sem starfa innan heilbrigðiskerfisins.
Vefstofa:
Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að sitja vefstofu þann 17. desember nk. frá 14:00-15:00 að íslenskum tíma.
Mikilvægar dagsetningar
November 26, 2024 | Publication of the call |
14:00-16:00 CET, 17 December, 2024 | JTC2025 Information day for applicants |
January 30, 2025 | Deadline for submission of pre-proposal |
June 19, 2025 | Deadline for submission of full-proposals |
August 2025 | Rebuttal phase – Evaluations are sent to applicants for rebuttal |
October 2025 | Final funding recommendation announced to applicants |
Early 2026 | Expected scientific start of funded projects |