Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði vegna skólaársins 2022 - 2023
Umsóknarfrestur 15. febrúar 2022, kl. 15:00. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.
Áherslusvið sjóðsins fyrir tímabilið 2022-2023 eru verkefni sem styðja við innleiðingu menntastefnu í eftirfarandi þáttum:
- Virkt nemendalýðræði
- Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur með áherslu á læsi
- Nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Sjá nánar í fyrstu aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Í umsókn þarf að skilgreina hvernig verkefnið tengist ofangreindum áherslum ásamt því hvernig nemendur verða virkir þátttakendur í verkefninu sjálfu.
Umsóknir sem falla utan ofangreindra áherslusviða fá sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og skólastarf.
Umsóknir sem fela í sér samstarf skóla, skólastiga eða skóla og annarra stofnanna njóta alla jafna forgangs við úthlutun styrkja.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2022 kl. 15.00.
Umsókn skal skilað á rafrænu formi. Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn.