Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2023

2.5.2022

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 kl. 15:00.

  • 1a-01_1620061629039

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.

Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2023 áður en hafist er handa við gerð umsóknar.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.

Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á vefsíðu Rannsóknasjóðs .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica