Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði

29.10.2021

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Umsóknarfrestur er til 9. desember 2021 kl. 15:00.

Boðið er upp á tvær tegundir styrkja til eins árs:

  • Styrki til nýsköpunarverkefna sem m.a. er ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun
  • Styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál





Áhersla verður lögð á verkefni:

  • sem hafa það að markmiði að draga úr losun, hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun 
  • sem hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar

Verkefni sem ekki verða styrkt í þessari úthlutun: 

  • Verkefni sem beinast að eflingu hringrásarkerfisins
  • Grunnrannsóknir

Athugið. Verkefni sem stuðla að endurheimt votlendis og verkefni sem stuðla að bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, svo sem með skógrækt og landgræðslu, falla ekki undir verksvið sjóðsins.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís (Mínar síður). Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Umsækjendur skulu kynna sér vel handbók sjóðsins fyrir styrkárið 2022 áður en umsókn er gerð.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins.

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra en Rannís hefur umsjón með sjóðnum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica