Auglýst er eftir umsóknum í nýjan Tónlistarsjóð
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð. Umsóknarfrestur rennur út 12. desember 2023, kl. 15:00.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í íslenskum tónlistariðnaði. Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis.
Sjá nánar í auglýsingu á vef menningarráðuneytis og á síðu sjóðsins.
Umsóknir og fylgigögn geta verið á íslensku eða ensku.
Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á síðu sjóðsins.
Tónlistarsjóður starfar samkvæmt tónlistarlögum 33/2023.