Auglýst er eftir umsóknum í Menntarannsóknasjóð
Menntarannsóknasjóður Mennta- og barnamálaráðuneytis styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 23. nóvember, kl. 15:00.
Markmið Menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og farsældar í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu. Styrktarflokkar eru tveir: Verkefnisstyrkir og doktorsnemastyrkir.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur Menntarannsóknasjóðs á heimasíðu sjóðsins áður en hafist er handa við gerð umsóknar.
Rannsóknaráherslur:
- Nám og kennsla nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og fjöltyngi.
- Menntun og farsæld barna og ungmenna og þverfagleg samvinna milli skólastiga og þjónustukerfa.
- Þróun kennsluhátta í íslensku, stærðfræði og náttúrugreinum á grunn- og framhaldsskólastigi.
- Læsi og námsorðaforði.
- Kennaraspá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig (nýliðun, brotthvarf og starfsumhverfi).
- Farsælt frístundastarf fyrir börn á aldrinum 6-18 ára.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og fylgigögn geta verið á íslensku eða ensku.
Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á heimasíðu sjóðsins .