Auglýst eftir umsóknum vegna óperuverkefna í Sviðslistasjóð

24.1.2024

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um sérstaka styrki til óperuverkefna 2024/25. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2024 kl. 15:00

  • ING_19061_124585

Um er að ræða sérstaka styrki tengda vinnu menningaráðuneytis við að efla umgjörð óperustarfsemi á Ísland. Til úthlutunar eru 45 milljónir. Tilkynnt var umstyrkina á vef menningaráðuneytis 8. desember s.l. 

Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi þess, feril listamanna og rökstudda fjárhags- og tímaáætlun.

Hafi umsækjandi hlotið styrk úr Sviðslistasjóði áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað vegna fyrri verkefna.

Á vefsíðu Sviðslistasjóðs eru umsóknarform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrsluskil.

Vefsíða Sviðslistasjóðs

Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2024 kl. 15:00.

Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.

Fyrirspurnir skal senda á: svidslistasjodur@rannis.is eða hringja í síma 515 5839.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica