Auglýst eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara
Umsóknarfrestur er 17. febrúar 2025 kl. 15:00.
Fagfélög geta sótt um styrk til að halda greinabundin sumarnámskeið og framhaldsskólar geta sótt um styrk til að halda námskeið fyrir kennara sína. Stjórn SEF tekur afstöðu til hverrar umsóknar fyrir sig.
Félög tungumálakennara geta sótt um styrki vegna námskeiða erlendis annað hvert ár, en önnur félög á 3ja ára fresti. Góður rökstuðningur skal liggja fyrir því að halda námskeiðið erlendis.
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) mun fara yfir umsóknir og taka ákvörðun um hvort námskeið verði styrkt eða ekki. Styrkur verður greiddur út til fræðslustofnunar að námskeiði loknu, þegar lokaskýrsla og endanlegt uppgjör hefur borist Rannís.
Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins
Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sef@rannis.is