Auglýst eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara

9.1.2023

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF). Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2023 kl. 15:00

Umsækjendur sumarnámskeiða skulu vera bókhaldsskyldar fræðslustofnanir; svo sem háskólar, fræðslumiðstöðvar og símenntunarstofnanir. Fulltrúar faggreinafélaga geta tekið þátt í skipulagningu sumarnámskeiða í samstarfi við fræðslustofnanirnar.

Félög tungumálakennara geta sótt um styrki vegna námskeiða erlendis annað hvert ár, en önnur félög á 3ja ára fresti. Góður rökstuðningur skal liggja fyrir því að halda námskeiðið erlendis.

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) mun fara yfir umsóknir og taka ákvörðun um hvort námskeið verði styrkt eða ekki. Styrkur verður greiddur út til fræðslustofnunar að námskeiði loknu, þegar lokaskýrsla og endanlegt uppgjör hefur borist Rannís.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins

Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sef@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica