Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

1.12.2020

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2021.

Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Pólsk stjórnvöld leggja til 5 milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 - 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.

Verkefnin þurfa að beina sjónum að minnst einu eftirfarandi áhersluatriða:

  • Frumkvöðlum í menningu
  • Ná til stærri áheyrendahóps
  • Minnihlutahópum

Fyrsta skref íslenskra umsækjenda er að tryggja pólskan samstarfsaðila. Hægt er að leita að pólskum samstarfsaðila í gagnabanka eftir sviðum, og birtist þá listi yfir hugsanlega samstarfsaðila. 

Umsóknarvefur 

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki. Sjá nánar á vef Uppbyggingarsjóðs EES.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica