Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2025-2026. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en 7. október næstkomandi, kl. 15:00.
Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla.
Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís.
Eru umsækjendur jafnframt hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og algengar spurningar.
Nánari upplýsingar gefur Skúli Leifsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, í síma 515-5843 eða með tölvupósti í namsorlof.framhaldsskola(hja)rannis.is