Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum
Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.
Um er að ræða annan áfanga í áætluninni „Business Innovation Greece“ sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.
Áætlunin leggur áherslu á eftirfarandi þætti:
- Nýsköpun á sviði tækni, þróunarferla og þjónustu.
- Sjálfbær atvinnuþróun
- Gera núverandi viðskiptaferla umhverfisvænni
- Þróun nýrra vara og þjónustu
Skipting fjármagnsins milli þriggja áherslusviða er eftirfarandi:
- Græn iðnaðar nýsköpun (40%)
- Blár hagvöxtur (40%)
- Upplýsingamiðlun (20%)
Umsóknarfrestur er 18. febrúar 2021 (13:00 á grískum tíma) og heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er €13,060,750.
Nánari upplýsingar: GR-INNOVATION: Call for Proposals - Increased Competitiveness for Greek Enterprises | EEA Grants