Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð
Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum rennur út fimmtudaginn 15. febrúar 2024 klukkan 15:00. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:
- Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra
- Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða
- Nýjungar og þróunarverkefni
- Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði né ferðir hópa.
Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Sérstök áhersla verður í þessari úthlutun á að styrkja verkefni sem stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungs fólks í tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á síðu sjóðsins: