Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan
Vakin er athygli á því að áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Guangzhou í Kína, 3. - 6. desember 2023. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum.
Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Guangzhou í Kína dagana 3. - 6. desember 2023.
Ráðstefnan er á vegum Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar, en meginskipuleggjendur hennar eru South China Business College, Guangdon University og Foreign Studies (SCBC) ásamt Heimskautastofnun Kína (PRIC). Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum og mun meðal annars fjalla um þróun samfélaga og þekkingarkerfa á Norðurslóðum, hnattvæðingu og Norðurslóðir, samvinnu Kína og Norðurlanda og vistkerfi á Norðurslóðum. Jafnframt verða hringborðsumræður um grænar lausnir á sviði ferðaþjónustu á norðurslóðum.
Fyrir áhugasama er bent á að frestur til að senda inn ágrip að erindi fyrir ráðstefnuna er til 22. október 2023 í gegnum The Eighth China-Nordic Arctic Cooperation Symposium 2023 Registration Form (wjx.cn). Fyrirspurnir til ráðstefnuhaldara skal senda á netfangið polar_studies@gwng.edu.cn og til Liu Han hjá CNARC á netfangið liuhan@pric.org.cn.
Frekari upplýsingar veitir Egill Þór Níelsson, sérfræðingur hjá Rannís.