Ársskýrsla Rannís 2021 er komin út!
Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2021 er komin út en ársskýrslan er nú fyrsta sinn gefin út á rafrænu sniði.
Þegar litið er til baka yfir árið má sjá að það einkenndist af miklum breytingum og fjölmörgum áskorunum í starfsemi Rannís.
Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar og þau verkefni sem voru efst á baug á árinu 2021. Má þar helst nefna fjölþætta starfsemi sviðanna og stóru samkeppnissjóðanna ásamt umsýslu minni sjóða og alþjóðlegra áætlana. Einnig skipuðu viðurburðir og viðurkenningar stóran sess í starfsemi Rannís 2021 eins og áður.
Ársskýrsla Rannís er nú eingöngu aðgengileg í vefumhverfi.