Ársskýrsla Rannís 2019 er komin út
Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2019 er komin út. Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.
Það er ánægjulegt að líta til baka yfir árið og sjá hversu umfangsmikið og fjölbreytt starf Rannís er.
Viðburðir og viðurkenningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Rannsóknaþing og Nýsköpunarþing eru haldin árlega en á þeim fer fram afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs og Nýsköpunarverðlauna Íslands. Vísindavaka var haldin í september og nýir styrkþegar boðnir velkomnir á vorfundi Tækniþróunarsjóðs. Auk þess voru Erasmusdagar í október.
Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.
Stefna Rannís til 2025 kom út á árinu. En þar kemur fram að hlutverk Rannís er að örva rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Þessir þættir gegna lykilhlutverki í að skapa hér á landi fjölbreyttara atvinnulíf sem byggir á sjálfbærni og ekki síst á hugviti og skapandi umhverfi.
Stefnumarkandi áherslur í stefnu Rannís eru;
- að hafa samfélagsleg áhrif
- bæta starfshætti
- styrkja mannauðinn
- styrkja alþjóðastarf og ímynd Rannís og verkefna sem stofnunin stendur fyrir