Æskulýðssjóður fyrri úthlutun 2023
Tilkynnt hefur verið um fyrri úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2023.
Æskulýðssjóði bárust alls 25 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. febrúar s.l. Sótt var um styrki að upphæð 24.604.539 kr.
Mennta og barnamálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar Æskulýðssjóðs ákveðið að styrkja tíu verkefni að upphæð 6.750 þúsund. Þetta er fyrri úthlutun ársins 2023.
Æskulýðssjóður er starfræktur skv. æskulýðslögum nr. 70/2007 og reglugerð um Æskulýðssjóð nr. 60/2008 ásamt breytingum nr. 173/2016 frá febrúar 2016 og breytingum nr. 60/2016 frá 2. desember 2016. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Eftirtalin verkefni fengu styrk að þessu sinni:*
Nafn umsækjanda |
Heiti verkefnis |
Úthlutun |
Æskulýðsdeild Lindakirkju |
Kvikmyndahópur |
250.000 |
AFS á Íslandi |
Þróun deildastarfs |
750.000 |
Rauði krossinn á Íslandi |
ÚtiHamar-starf með ungum flóttamönnum |
1.000.000 |
Bandalag íslenskra skáta |
Sýn unga fólksins |
500.000 |
Ungmennaráð UMFÍ |
Ungt fólk og lýðræði |
1.000.000 |
STEM Húsavík |
Coding and Robotics Club |
800.000 |
Post-menningarfélag |
Menningarhátíð 2023 |
800.000 |
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) |
Haustsamvera leiðtoga |
250.000 |
Landssamband ungmennafélag (LUF) |
Heimsdagskrá ungs fólks |
1.000.000 |
KFUM og KFUK |
Uppbyggilegir hópeflisleikir |
400.000 |
Samtals úthlutað |
6.750.000 |
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.