Styrkir til rannsókna í Kína

30.9.2019

Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre) auglýsir rannsóknastyrki fyrir tímabilið 1. desember 2019 til 30. júní 2020.

  • China-Nordic-Arctic-Research-Centre

Í boði eru tveir styrkir til norrænna vísindamanna og tveir styrkir til kínverskra vísindamanna.

Lesa um Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðina í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre)

Umsóknarfrestur er til 15. október 2019. Með umsókn íslensks vísindamanns um styrk skal fylgja meðmælabréf frá einni stofnun sem á aðild að CNARC svo sem Háskólanum á Akureyri eða Rannís.

Nánari upplýsingar veitir Egill Þór Níelsson, s. 515-5800.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica