Notkun snjallefna í gervifætur - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Háskóli Íslands og Össur ehf. hafa undanfarin þrjú ár unnið saman að hönnunarverkefni, styrktu að Tækniþróunarsjóði. Í verkefninu voru rannsakaðar leiðir til að nýta snjallefni til að bæta hönnun gervifótar framleiddum af Össuri með það fyrir augum að líkja betur eftir virkni mannslíkaman.
Niðurstaða verkefnisins var frumgerð af endurbættum Pro-Flex fæti Össurar með aðlögunarhæfum dempara sem byggir á snjallefnum, nánar tiltekið skerþykkjandi vökva (e. Shear thickening fluid-STF). Frumgerðinni er ætlað að veita mjúka dempun í hægum hreyfingum án þess að draga úr fjaðureiginleikum í venjulegri göngu. Auk þess er afrakstur verkefnisins reiknilíkan sem beitt var við hönnunina og getur nýst til frekari þróunar. Niðurstöður verkefnisins hafa verið birtar á alþjóðlegum vettvanti, bæði í vísindagreinum og ráðstefnufyrirlestrum. Háskóli Íslands og Össur telja verkefnið gagnlegt skref í þá átt að bæta virkni gervifóta til hagsbóta fyrir notendur og framþróunar í íslenskrar hátækni.
HEITI VERKEFNIS: Notkun snjallefna í gervifætur
Verkefnisstjóri: Fjóla Jónsdóttir
Styrkþegi: Háskóli Íslands/Össur
Tegund styrks: Hagnýtt rannsóknaverkefni
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 27.970.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.