Mæling þurrefnis í vökva - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.11.2020

Fyrirtækið Plan ehf. hefur þróað mælibúnað sem hægt er að nota í mjólkuriðnaði til að stýra framleiðslu. Búnaðurinn hjálpar framleiðendum að ná réttu þurrefnisinnihaldi og tryggja þannig rétt gæði og lágmarka sóun efnis og orku.

Logo tækniþróunarsjóðsFyrirtækið naut stuðnings Tækniþróunarsjóðs við framkvæmd verkefnisins. Aðstaða til prófana var veitt hjá MS Selfossi. Niðurstaðan var sú að með mælingum á rafsvörunareiginleikum skyrs tókst að smíða reiknilíkan sem sýnir þurrefnisinnihald skyrsins. Helsti ávinningur fyrir framleiðanda eins og MS er að hafa upplýsingar á svipstundu og geta brugðist við breytingum í framleiðslunni, í stað þess að taka sýni og bíða í nokkurn tíma eftir niðurstöðum.

Fyrirtækið Plan ehf hyggst á næstunni halda áfram vöruþróun og markaðssetja lausnina til fleiri framleiðenda.

HEITI VERKEFNIS: Mæling þurrefnis í vökva

Verkefnisstjóri: Ólafur Helgi Jónsson

Styrkþegi: Plan ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 7.7 MILL. ISL kr. alls









Þetta vefsvæði byggir á Eplica