Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3Bio) - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.11.2020

Nýlokið er alþjóðlega rannsóknarverkefnið Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3Bio) sem Matís var aðili að. Þetta var EraNetMBT samstarfsverkefni nokkurra rannsóknahópa í Evrópu um að byggja upp þekkingargrunn varðandi hagnýtingu fjölskykra úr þangi og krabbaskel og þróa líftækniferla til sjálfbærra nýtingar þeirra. 

Logo tækniþróunarsjóðsHlutverk Matís var að skilgreina og þróa ensím sem líftækniverkfæri í slíkum ferlum og var verkefnið styrkt að hluta af Tækniþróunarsjóði. Ensím með mögulega virkni til umbreytingar á fjölsykrum úr sjávarlífverum voru greind í erfðamengum yl- og hitakærra sjávarbaktería úr stofnasafni MATÍS með lífupplýsingafræðilegum aðferðum. Sérstkök áhersla var lögð á að rannsaka ensím til umbreytingar á beta-glucan fjölsykrum úr brúnþörungum og umtalsverður tæknilegur ávinningur fólst í þróun ferla til framleiðslu á verðmætum lífvirkum fásykrum úr þessum fjölsykrum. Einkaleyfi fékkst á þessum ensímum og ný ensím af þessu tagi með áhugaverða eiginleika fundust og voru rannsökuð ítarlega. Mikilvægar vísindalegar niðurstöður fengust einnig um önnur ensím til að byggja á frekari þróunarvinnu varðandi umbreytingar á öðrum fjölsykrum úr sjávarlífmassa. Þessi ensím verða tekin til frekari rannsókna í nýju Evrópuverkefni (BlueBioCofund verkefnið MARIkAT), sem Matís stýrir. Þá er markaðssetning ákveðinna ensíma hafin í samstarfi við fyrirtækið Auðnu Tæknitorg.


 Heiti verkefnis: Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3)Bio 

Verkefnisstjóri: Guðmundur Hreggviðsson 

Styrkþegi: Matís ohf.
Tegund styrks: ERA-NET Marine Biotechnology
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 9,9 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica