Zeto, húðvörur úr þaraþykkni - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.10.2020

Zeto hefur á undanförnum árum þróað sjálfbærari aðferð við vinnslu lífvirks þaraþykknis fyrir snyrtivöruiðnað, sem sýnt hefur einstaka virkni í prófunum.

Logo tækniþróunarsjóðsMeð styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur Zeto nú lokið vöruþróun sjö húðvara sem byggja á umræddu þaraþykkni, auk heimasíðu. Um er að ræða rakamaska, augnserum, andlitsserum, létt rakakrem, ríkt rakakrem, froðuandlitshreinsir og harða sápu sem sett verða á markað á komandi misserum. Sérstaða þessara vara, fyrir utan það að byggja á þaraþykkninu, er m.a. sú að öll önnur innihaldsefni eru sérvalin út frá jákvæðri virkni fyrir húð og þess er vandlega gætt að þau hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki í vatni.

Það er fullvíst að ekki hefði tekist að ná þessum glæsilega árangri án dyggrar aðstoðar Tækniþróunarsjóðs og færa forsvarsmenn Zeto Tækniþróunarsjóði kærar þakkir fyrir gríðarlega mikilvægan stuðning og viðurkenningu.

HEITI VERKEFNIS: Zeto – Húðvörur úr þaraþykkni

Verkefnisstjóri: Eydís Mary Jónsdóttir

Styrkþegi: Zeto ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 MILL. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica