Mörkun og markaðsinnviðir MapExplorer - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

14.10.2020

Markmið verkefnisins fól í sér undirbúning fyrir alþjóðlega markaðssókn Gagarín. Unnin var mörkun fyrir Astrid (MapExplorer) og vörur innan þeirrar línu ásamt vörumerkjahandbók, markaðsáætlun og hönnun og þróun nýrrar heimasíðu fyrir Gagarín. Þá var unnið kynningarefni fyrir heimasíðu og sölukynningar auk þess sem félagið tók þátt í sjö sýningum og ráðstefnum á verkefnisárinu. 

Logo tækniþróunarsjóðsÁvinningur verkefnisins er ótvíræður. Gagarín hefur skapað sér ákveðna sérstöðu á alþjóðlegum markaði með miðlun upplýsinga í tíma og rúmi. Á haustmánuðum 2019 hélt áfram hugmyndavinna og þróun á lausn Gagarín, MapExplorer/Astrid sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði. Hugmyndin hefur þróast á tvo vegu, annarsvegar með því að fyrirtækið hefur boðið sérstöðu sína í sýndarveruleika/viðbættum veruleika til viðskiptavina sinna, en einnig hefur lausnin verið þróuð áfram og útfærð sérstaklega með það að markmiði að geta nýst til fræðslu og samráðs um loftslagsmál.

Orðspor Gagarín hefur dreifst víða á undaförnum misserum. Verk okkar (sem að miklu leyti eru byggð á grunni MapExplorer/Astrid), hafa fengið góða umfjöllun og dóma, en meðal verðlauna á þessu ári eru tvenn Red Dot verðlaun og SEGD upplifunarhönnunarverðlaunin fyrir gagnvirka sýningu á Hakinu á Þingvöllum og einnig “Best of the Best” Red Dot verðlaunin fyrir gagnvirk sýningaratriði í Vatninu sem og tilnefningu til „European Design Awards“. Þennan góða árangur má meðal annars tengja við ötula vöruþróun félagsins frá árinu 2016. Þessi þróun hefði ekki orðið nema með stuðningi Tækniþróunarsjóðs.

Sjá nánar á:  https://www.gagarin.is/

HEITI VERKEFNIS: Mörkun og markaðsinnviðir MapExplorer

Verkefnisstjóri Þórunn Jónsdóttir

Styrkþegi: Gagarín ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 millj. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica