Þörungaræktun úr affallsvatni frá fiskeldi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.10.2020

Fyrirtækið Samvist ehf. var stofnað á árinu 2017 með það markmið að þróa algaeponics kerfi, sem snýst um að nýta næringarríkt affallsvatn frá fiskeldi (hringrásarkerfum, enska: Recirculating Aquaculture System – RAS) til að rækta þörunga. 

Logo tækniþróunarsjóðsSamvist hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa aðferðina. Meginmarkmið verkefnisins var að velja þörung og framkvæma prófanir til að sannreyna aðferðarfræðina. Niðurstöðurnar sýna að auka má nýtni auðlinda í hringrásar fiskeldiskerfum með því að nýta affallsvatn frá fiskeldi til framleiðslu á þörungum. Það þarf þó að meðhöndla affallsvatnið til að komast hjá uppvexti annarra lífvera í kerfinu. Jafnframt skiptir val á þörungum máli og leitast þarf við að nota þörungategundir sem þurfa litla lýsingu, geta nýtt lífrænt kolefni og gefa af sér verðmætar afurðir.

Aðferðin mun vafalaust nýtast fiskeldisfyrtækjum til framtíðar þannig að næringarefnin verða ekki lengur losuð út í umhverfið heldur nýtt til framleiðslu á verðmætum þörungaafurðum. Þessi aðferð er enn á frumstigum en af mörgum talin forsenda fyrir framtíðarfiskeldi og leggur Evrópusambandið mikla áherslu á lausnir sem þessar.

HEITI VERKEFNIS: Þörungaræktun úr affallsvatni frá fiskeldi

Verkefnisstjóri: Ragnheiður Þórarinsdóttir

Styrkþegi: Samvist ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20 MILL IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica