Virkni nýrra lyfjaafleiða gegn lungnasjúkdómum - verkefni lokið
EpiEndo hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir lyfjaafleiðum af þekktu sýklalyfi sem áður hefur verið sýnt fram á að hafi þekjustyrkjandi áhrif.
Þekjuvefur gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans gegn utanaðkomandi áreitum. Þetta á sérstaklega við húð, meltingarveg og öndunarfæri. Fjölda lungnasjúkdóma er hægt að rekja til brests í þekjuvef en hingað til hefur ekkert lyf verið þróað sem virkar sértækt sem þekjustyrkjandi. Búið er fjarlægja sýkladrepandi hluta lyfjanna en varðveita hæfni lyfjanna til þekjustyrkingar. Vonir eru bundnar við að þessi lyf gagnist sjúklingum og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að bakteríur myndi lyfjaónæmi. Í verkefninu var kannað hvort lyfjaafleiður EpiEndo gætu hindrað eða minnkað vefjaskaða sem framkallaður var með álagsprófunum bæði frumurækt og dýratilraunum. Verkefnið leiddi af sér val á einni lyfjaafleiðu sem EpiEndo stefnir á að fara með í klínísar prófanir síðar á árinu. Verkefnið hefur burði til að valda straumhvörfum í meðhöndlun sjúklinga með króníska lungnasjúkdóma.
Sjá nánar á: https://www.epiendo.com/
HEITI VERKEFNIS: Virkni nýrra lyfjaafleiða gegn lungnasjúkdómum
Verkefnisstjóri: Þórarinn Guðjónsson
Styrkþegi: EpiEndo Pharmaceuticals ehf.
Tegund styrks:Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI