Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar fyrir árið 2023

24.5.2023

Stjórn Rannsóknarsjóðs Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2023, en umsóknarfrestur rann út 4. maí síðastliðinn.

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Alls bárust 9 umsóknir í sjóðinn. Úthlutað var 3 milljónum kr. í styrki.

Listi yfir styrkþega*

Nafn Heiti verkefnis Veitt 2023
Clarence Edvin Glad Þáttur í íslenskri bókfræði á erlendri grundu: Bréfasafn Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) 1.000.000
Ingibjörg Jónsdóttir Umbylting kortagerðar frá 1980 til 2020: Innlegg til landfræðisögu Íslands 1.000.000
Þorvarður Árnason Breiðamerkursandur - endurgerð dönsku herforingaráðskortanna í þrívíddarumhverfi 1.000.000
Alls 3.000.000

*Listinn er birtur með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica