Opið er fyrir umsóknir um Evrópumerkið
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er 4. október nk.
Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2021 verði veitt í október 2021 í tengslum við Erasmus+ daga.
Í ár veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti sérstakan fjárstyrk upp á 300.000 krónur sem skal nýttur til kynningar og þróunar á því verkefni sem hlýtur Evrópumerkið.
Umsóknarfrestur er 4. október nk. Umsóknum skal skilað rafrænt til Rannís.
Forgangsatriði fyrir árið 2021 eru:*
- Bæta tungumálakennslu með því að nýta upplýsingatækni og rafrænar kennsluaðferðir. (Enhance language learning through Information and Communication Technology (ICT) and digital media).
- Tungumálakennsla sem eflir jöfnuð, félagslega samkennd og virkir borgaralega vitund (Language learning and promotion of equity, social cohesion and active Citizenship).
- Starfsþróun tungumálakennara (Professional development of language teachers).
*Umsóknir um önnur verkefni en þau sem taka til ofangreindra forgangsatriða verða einnig teknar til skoðunar.
- Nánari lýsing á viðurkenningunni á vef Framkvæmdarstjórnar ESB
- Nánari upplýsingar um Evrópumerkið á vef Rannís
- Yfirlit yfir íslensk verkefni sem hafa hlotið viðurkenninguna
- Allar frekari upplýsingar gefur Þorgerður Eva Björnsdóttir, Rannís.