Opið er fyrir umsóknir um Evrópumerkið

27.8.2021

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningar­málaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er 4. október nk.

Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2021 verði veitt í október 2021 í tengslum við Erasmus+ daga.

Í ár veitir mennta- og menningar­mála­ráðuneyti sérstakan fjárstyrk upp á 300.000 krónur sem skal nýttur til kynningar og þróunar á því verkefni sem hlýtur Evrópumerkið.

Umsóknarfrestur er 4. október nk. Umsóknum skal skilað rafrænt til Rannís.

Sækja um 

Forgangsatriði fyrir árið 2021 eru:*

  1. Bæta tungumálakennslu með því að nýta upplýsingatækni og rafrænar kennsluaðferðir. (Enhance language learning through Information and Communication Technology (ICT) and digital media).
  2. Tungumálakennsla sem eflir jöfnuð, félagslega samkennd og virkir borgaralega vitund (Language learning and promotion of equity, social cohesion and active Citizenship).
  3. Starfsþróun tungumálakennara (Professional development of language teachers).

*Umsóknir um önnur verkefni en þau sem taka til ofangreindra forgangsatriða verða einnig teknar til skoðunar.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica