Barnamenningarsjóður Íslands - úthlutun 2019
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur samþykkt tillögu stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um styrkveitingar fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 108 umsóknir. Sótt var um ríflega fjórfalda þá upphæð sem til skipta var. Samþykkt var að veita 36 styrki að heildarupphæð 97,5 milljónir kr. Fimm manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Alþingishúsinu á degi barnsins, sunnudaginn 26. maí.
Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Af þeim fjölda umsókna sem bárust má ráða að mikil gróska á sér stað í heimi lista og menningar með börnum og fyrir börn, sem er afar ánægjulegt. Í tillögum sínum gerði nefndin sér far um að tryggja framgang verkefna sem leggja áherslu á virka þátttöku barna í listum og sköpun, – í samræmi við reglur sjóðsins. Verkefnin, sem valnefndin mælir með að hljóti styrki, spanna vítt svið lista og eru lýsandi fyrir víðfeðm áhugasvið barna og ungmenna sem og gróskumikið menningarstarf um landið allt. Fjölmenningarleg og samfélagsleg verkefni sem tengjast listum minna á að börn eru ekki einsleitur hópur heldur einstaklingar með ólíkan bakgrunn og færni. Nýjar kynslóðir endurnýja og móta samfélagið á sinn hátt, en í flóknum heimi þarf sterk tengsl náttúru, sögu og vísinda við listir og sköpun svo menning framtíðar megi blómstra.
Listi yfir verkefni:
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Styrkur |
Borgarbókasafn Reykjavíkur í félagi við Camillu Hübbe, Rasmus Meisler, Danska sendiráðið og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar | Söguheimurinn NORD | 18.585.000 |
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Handritin til barnanna | 9.350.000 |
Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands |
Menntun barna í söfnum |
5.300.000 |
Únglingurinn í Reykjavík - Samtök um danshús, Frystiklefinn Rifi, LungA-skólinn Seyðisfirði og Reykjavík Dance-festival |
Unglingurinn á Íslandi |
5.000.000 |
Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur |
Viðeyjarundrin |
4.800.000 |
Guðrún Bachmann fyrir hönd Vísindasmiðju Háskóla Íslands í samstarfi við Hörpu tónlistarhús |
Vísindasmiðjan í Hörpu |
3.756.000 |
Barnamenningarfélagið Skýjaborg |
SPOR - sýningarferðalag |
3.567.000 |
Klassíki listdansskólinn í samstarfi við Íslenska dansflokkinn |
Dans fyrir alla |
3.550.000 |
Menningarfélag Akureyrar |
Leikfélag unga fólksins |
3.200.000 |
Austurbrú í samstarfi við Skaftfell, Tónlistarmiðstöð Austurlands, Sviðslistamiðstöð Austurlands, Fljótsdalshérað og Skólaskrifstofu Austurlands | BRAS - Menningarhátíð - Tjáning án tungumáls | 3.000.000 |
Reykjavíkurborg – Barnamenningarhátíð í samstarfi við Hörpu Tónlistarhús, List fyrir alla, Tónlistarborgina Reykjavík og Listaháskóla Íslands | BIG BANG tónlistarhátíð í Reykjavík | 3.000.000 |
Edda Erlendsdóttir í samstarfi við Stúlknakór Akureyrarkirkju, Barna- og æskulýðskóra Glerárkirkju, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Barna-og unglingakór Selfosskirkju o.fl. | Hver vill hugga krílið? | 2.690.000 |
Trúðavaktin, félagasamtök | Sjúkrahústrúðar | 2.620.000 |
Ásthildur Björg Jónsdóttir |
Listasmiðja: Sögur af sjó | 2.572.200 |
Ari Hlynur Guðmundsson Yates í samstarfi við Animated Learning Lab (í Viborg í Danmörku) og Listkennsludeild Listaháskóla Íslands | FLY - ÍSLAND | 2.450.000 |
Sauðfjársetur á Ströndum í samvinnu við Strandabyggð, Náttúrustofu Vestfjarða og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands – Þjóðfræðistofu | Náttúrubarnaskólinn á Ströndum | 2.000.000 |
Listasafn Alþýðusambands Íslands | Kjarval á kerru | 2.000.000 |
Menningarhúsin í Kópavogi | Fjölþjóðleg barnamenning | 1.800.000 |
Docfest ehf. | Akranes með okkar augum | 1.672.250 |
Aude Maina Anne Busson | HOMINAL dansverk | 1.600.000 |
Hönnunarsafn Íslands | Hönnunarskóli Hönnunarsafns Íslands | 1.540.000 |
Handbendi Brúðuleikhús ehf. | Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra | 1.500.000 |
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir | Krakkaveldi - Vinnusmiðja | 1.456.640 |
Strandagaldur í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík, Grunnskólann á Drangsnesi, Leikfélag Hólmavíkur og Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum | Galdrar og þjóðsögur á Ströndum | 1.310.000 |
Rótarskot Reykjavík | Reykjavík Menningarhringur | 1.242.400 |
Háskóli Íslands o.fl. | Umboðsmenn friðar | 1.000.000 |
Menningarmiðstöðin Edinborg í samstarfi við Ísafjarðarbæ, Félag opinberra starfsmanna Vestfjörðum, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vestfjarðastofu | Tungumálatöfrar | 1.000.000 |
Tónlistarskóli Ísafjarðar í samstarfi við GamanGaman | Kvikmyndatónleikar barna | 950.000 |
Stúlknakór Akureyrarkirkju í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar o.fl. | Blái hnötturinn og barnasáttmálinn | 900.000 |
Meðvitaðir Foreldar - Virðing í uppeldi | Ævintýraleikvellir | 830.000 |
Tónskáldafélag Íslands | Myrkrabörn | 750.000 |
Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við List fyrir alla og frístundaheimilið Gulahlíð | Uppljómunargarðurinn | 731.800 |
Stelpur rokka! í samstarfi við Reykjavíkurborg | Rokkrúlletta | 600.000 |
Menningarfélagið Hneykslist | Youth Fringe | 476.500 |
GamanGaman - Félagasamtök | Vinnusmiðja og barnasýning á Gamanmyndahátíð Flateyrar | 400.000 |
Amtsbókasafnið á Akureyri | Útibókasöfn á Akureyri | 300.000 |
Samtals 36 umsóknir | 97.499.790 kr. |
Upplýsingar um úthlutun eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.