Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2017, en umsóknarfrestur rann út 3. apríl síðastliðinn.
Alls hlutu 19 sjálfstætt starfandi fræðimenn styrki úr sjóðnum eða um 35% umsækjenda. Rúmlega 44 milljónum króna var úthlutað í styrki, eða tæplega 29% umbeðinnar upphæðar. Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna er 29% og hlutu 12 karlar starfslaun að upphæð rúmlega 24 milljónir. Úthlutunarhlutfall kvenna er 30% og hlutu sjö konur starfslaun að upphæð tæplega 20 milljónir.
Alls bárust 54 umsóknir til sjóðsins, konur sóttu um 22 styrki og karlar um 32 styrki. Sótt var um alls 414 mannmánuði eða 153.180 þúsund krónur í launakostnað. Alls sóttu 16 um ferðastyrk, alls um 2.087 þúsund krónur.
Stjórn sjóðsins mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Hafna þurfti mörgum styrkhæfum verkefnum og þeir umsækjendur sem hlutu styrk fengu flestir aðeins hluta af þeirri fjárhæð sem sótt var um. Allir umsækjendur fá tölvupóst innan skamms með nánari upplýsingum um styrkveitinguna og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.
Hér að neðan er listi yfir styrkþega*
Nafn umsækjanda | Heiti verkefnis | Upphæð |
Anna Jóhannsdóttir | Landskilningur. Um náttúruskilning, samfélag og landslagsmyndlist á Íslandi. | 3.330.000 |
Arndís S Árnadóttir | Saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1939–1999. | 2.220.000 |
Arngrímur Vídalín Stefánsson | Grettis saga: Hugmyndir, áhrif, kenningar. | 3.330.000 |
Davíð Guðmundur Kristinsson | Kreppugreinar. Um afmörkun fræðasviða í rannsóknum á hruninu. | 1.110.000 |
Davíð Ólafsson | Saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands, 1939-1999. | 1.110.000 |
Guðrún Ingólfsdóttir | Sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glíman við hefðina. | 3.330.000 |
Hallfríður Þórarinsdóttir | Innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði – söguleg þróun, núverandi staða og framtíðarhorfur. | 2.220.000 |
Heiðar Kári Rannversson | Bækur sem myndlistaverk / myndlist sem bókmenntaverk. | 1.110.000 |
Hjalti Þorleifsson | Áhrif lífhyggju á íslenskar bókmenntir frá því í kringum aldamótin 1900. | 1.110.000 |
Kristján Leósson | Silfurberg - merkasta framlag Íslands til vestrænnar menningar? | 2.220.000 |
Magnús Þór Þorbergsson | Íslensk leiklist í Vesturheimi: Sviðsetning sjálfsmyndar og þróun tungunnar á leiksviði meðal íslenskra innflytjenda í Norður-Ameríku. | 3.330.000 |
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir | Húslækningar og heimaráð. Íslenskar alþýðu og náttúrulækningar í þjóðtrú og vísindum. | 3.330.000 |
Páll Baldvin Baldvinsson | Síldarævintýrið. |
2.220.000 |
Sigríður Matthíasdóttir | Rannsókn á ferð Pálínu S. Guðmundsdóttur Ísfeld (1864-1935) til Vesturheims út frá sjálfsævisögu hennar. | 3.330.000 |
Sigrún Helgadóttir | Dr. Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur. | 2.220.000 |
Steinar Örn Atlason |
Ritstjórn og skrif, 2 verkefni: Af-sálgreiningu Íslensk samtímaljósmyndun 1975-2015 |
1.110.000 |
Viðar Hreinsson | NÁTTÚRUR OG FORNAR FRÁSAGNIR. Um náttúru- og umhverfissýn í mótun íslenskra miðaldafrásagna. | 2.220.000 |
Vilhelm Vilhelmsson | Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal, 1921-1923. | 3.330.000 |
Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson | Upphaf hinsegin sjálfsveru á Íslandi: Úrvinnsla dagbókar Ólafs Davíðssonar sem heimildar fyrir hinsegin fræði á Íslandi. | 2.220.000 |
*Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.