Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2016, en umsóknarfrestur rann út 3. maí síðastliðinn.
Alls hlaut 21 sjálfstætt starfandi fræðimaður styrk úr sjóðnum eða um 36% umsækjenda. Úthlutað var tæplega 38 milljónum kr. í launastyrki eða tæplega 24% umbeðinnar upphæðar. Auk þess var 150.000 kr. úthlutað í ferðastyrk úr sjóðnum. Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna er um 28% og hlutu 10 karlar starfslaun að upphæð tæplega 19 milljónir. Úthlutunarhlutfall kvenna er tæplega 48% og hlutu 11 konur starfslaun að upphæð tæplega 19 milljónir.
Alls bárust 58 umsóknir í sjóðinn, konur sóttu um 23 styrki og karlar um 35 styrki. Sótt var um alls 453 mannmánuði eða 158.550 þúsund krónur í launakostnað. Alls sóttu 18 um ferðastyrk, alls um 2.500 þúsund krónur.
Stjórn mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Því miður þurfti að hafna mörgum vel styrkhæfum verkefnum í ljósi úthlutunarhlutfallsins. Flestir umsækjendur sem hlutu styrk fengu auk þess aðeins hluta af því fjármagni sem sótt var um. Allir umsækjendur fá tölvupóst innan skamms með nánari upplýsingum um styrkveitinguna og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.
Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.
Umsækjandi | Verkefni | Úthlutað kr. |
Adolf Friðriksson | Kringum kuml - Vitnisburður heiðinna greftrunarstaða um samfélag á víkingaöld | 2.100.000 |
Aldís Arnardóttir | Vindharpa - Landlist á Íslandi | 1.050.000 |
Anna Jóhannsdóttir | Landskilningur - Um náttúruskilning, samfélag og landslagsmyndlist á Íslandi | 2.100.000 |
Clarence Edvin Glad | Klassískar menntir á Íslandi - Skóli, menning, þjóðlíf | 2.100.000 |
Freyja Imsland | Litir íslenska hestsins - Erfðir, ræktun og litgreining | 2.100.000 |
Guðrún Ingólfsdóttir | Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum til 1730 | 1.050.000 |
Gunnar Þorri Pétursson | Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi | 1.050.000 |
Gunnar Þór Bjarnason | Spænska veikin og íslenskt samfélag 1918 -1919 | 3.150.000 |
Gylfi Gunnlaugsson | Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta | 1.050.000 |
Halldóra Arnardóttir | Þroskasaga arkitekts, Skarphéðinn Jóhannsson | 2.100.000 |
Jónas Knútsson | Gegn Catilinu | 2.100.000 |
Karl Ágúst Þorbergsson | Í leit að formi: Uppbrot innan sviðlista á Íslandi í upphafi 21. aldar (vinnutitill) | 1.050.000 |
Kolfinna Jónatansdóttir | Dómsdagur á íslenskum miðöldum | 1.050.000 |
Margrét Elísabet Ólafsdóttir | Máttur fiðlunnar - vídeólist Steinu Vasulka | 2.100.000 |
Rósa Rut Þórisdóttir | Hvítabjarnakomur til Íslands fyrr og síðar | 2.100.000 |
Sigríður Matthíasdóttir | Ógiftar konur í hópi vesturfara í ljósi ljósmynda og annarra nýrra heimilda | 2.250.000 |
Sigrún Helgadóttir | Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar (1912-1983) jarðfræðings. | 2.100.000 |
Viðar Hreinsson |
Náttúrur og fornar frásagnir – |
3.150.000 |
Vilhelm Vilhelmsson | Vistarband og íslenskt samfélag á 18. og 19. öld | 2.100.000 |
Þorbjörn Björnsson | Fjárfestingar undir jökli: Framkvæmd fjárfestingarsamninga og framsal á fullveldi | 1.050.000 |
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir | Faðir Reykjavíkur. Skúli fógeti Magnússon. Saga frá átjándu öld | 1.050.000 |
Samtals 21 styrkur |
Samtals úthlutað |
37.950.000 |