Rannsóknasjóður

27.5.2024 : Samþætting vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta rýmisgreindar og persónuleika samsvæða bleikjuafbrigða (Salvelinus alpinus) - verkefni lokið

This doctoral project aimed at investigating (1) the coevolution of spatial cognition (mental processes allowing orientation) and personality traits (specifically boldness, the propensity to take risks), (2) the extent to  which those traits are influenced by the environment in which the organism develops, and (3) the neurological mechanisms involved in such traits.

Lesa meira

27.5.2024 : Samanburður á einstaklingseinkennum sem metin eru á rannsóknarstofu og úti í náttúrunni, og áhrif þeirra á hreyfingu og lífslíkur bleikja (Salvelinus alpinus) - verkefni lokið

Animals often differ consistently in behavior within populations, i.e., personality, which may be a result of responding differently to changes within their environment, for example by moving towards favorable and/or avoiding unfavorable conditions. Seasonality can act directly on movement behavior, but the influence of personality is less clear.

Lesa meira

7.5.2024 : Er SETDB2 MITF-háður rofi sem ræður frumuskiptingum og eiginleikum utanfrumuefnis í sortuæxlum? - verkefni lokið

Sortuæxli myndast í litfrumum (e. melanocytes) húðarinnar. Sortuæxli eru einkum banvæn þegar þau meinvarpast í önnur líffæri líkamans. Það er því mikilvægt að skilja hvernig meinvarpinu er stjórnað.

Lesa meira

7.5.2024 : Lífríki og búsvæði á Reykjaneshrygg - verkefni lokið

Í verkefninu “Lífríki og búsvæði á Reykjaneshrygg” var mikilvægi Reykjaneshryggs sem búsvæði fyrir botndýralíf kannað. Hryggurinn var myndaður í eldsumbrotum og samanstendur af grófu landslagi með hörðum botni. Markmið verkefnisins var að fá betri innsýn inn í Reykjaneshrygginn sem búsvæði fyrir botndýralíf, með sérstaka áherslu á hverastrýtur á Steinahól sem liggur á 200 m dýpi.

Lesa meira

7.5.2024 : Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins er að afla þekkingar og skilnings á umhverfisáhrifum þangtekju. Gert er ráð fyrir að þekking sem aflað er nýtist við umhverfisvernd og stjórnun nýtingar þörunga í fjörum.

Lesa meira

7.5.2024 : Áhættuþættir fyrir áverka á fremra krossband; lífaflfræðileg greining á aldurs- og kynbundnum breytingum og áhrifum fyrirbyggjandi þjálfunar. Framskyggn slembiröðuð samanburðarrannsókn - verkefni lokið

Verkefnið var framhaldsrannsókn af annarri sem nýtti þrívíddargreiningu á hreyfingu ungra íþróttamanna. Þessi annar fasi rannsóknarinnar fólst í því að bjóða fyrri þátttakendum, sem komu fyrst sem 10-11 ára börn, að snúa aftur sem unglingar og endurtaka mælingarnar. Þannig var hægt að greina breytingar sem verða yfir þetta árabil mikils þroska, með áherslu á lífaflfræðilega þætti sem tengjast áhættu alvarlegra hnémeiðsla.

Lesa meira

23.4.2024 : Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu - verkefni lokið

Um þriðjungur notenda heilsugæslu greinir frá þrálátum líkamlegum einkennum sem eiga sér ekki þekktar líffræðilegar orsakir. Á Íslandi er skortur á árangursríkri meðferð við slíkum einkennum en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðferð tiltekinna tegunda þessara óútskýrðu líkamlegu einkenna.

Lesa meira

23.4.2024 : Nihewan setlagadældin í Kína: Umhverfi og loftslag við búsetu einhverra fyrstu landnema af mannætt utan Afríku - verkefni lokið

Setlög og fornleifar í Nihewan lægðinni í Kína spanna tímabilið frá fyrri hluta fram á síðari hluta Pleistósen. Í þeim hafa fundist ýmsir gripir sem benda til endurtekinnar viðveru frummanna á svæðinu.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica