Rannsóknasjóður

19.7.2024 : Samskeytavíxlverkun og kristalfasabreytingar í blönduðum segulmarglögum - verkefni lokið

Vanadínoxíð er hálfmálmsoxíð sem fer í gegnum fasabreytingu þar sem kristalgerð þess, seguleiginleikar og rafeiginleikar breytast með hitastigi. Við stofuhita er það málmleiðandi og hefur meðseglandi seguleiginleika en ef það er kælt niður fyrir 150 K breytist það í einangrara með
andjárnseglandi segulgerð. Rannsóknir á þessum fasabreytingum veita innsýn í flókið samspil þeirra, sérstaklega þegar bæði háhita og lághita fasarnir eru til staðar samtímis.

Lesa meira

19.7.2024 : Agora: Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun - verkefni lokið

Agora umgjörðin kynnir nýja aðferð við að herma eftir mannlegri hegðun í mannfjöldahermunum með því að nota hitakort og liti til að kóða mikilvægt áreiti grafískt. Þessi aðferð beinir sýndarmanneskjum að aðlaðandi svæðum og frá óæskilegum, og notar vel skilgreindar  litaaðgerðir til að sameina mismunandi hegðunarlíkön til gera hermunina eðlilegri.

Lesa meira

19.7.2024 : Samfelld skynjun: Hlutverk eftiráhrifa í sjónskynjun - verkefni lokið

Kenningar um sjónskynjun gera ráð fyrir því að við beitum ómeðvituðum
ályktunum um heiminn til þess að skilja sjónumhverfið. Þessar ómeðvituðu ályktanir endurspegla væntingar okkar um heiminn. Þessar væntingar byggja á fyrri reynslu, og yfir höfuð þá gerum við ráð fyrir að það sé samfella í skynheiminum. Þannig er skynjun okkar á sjónumhverfinu hverju sinni mótuð sterklega af því sem við höfum nýverið séð.

Lesa meira

18.7.2024 : Athugun á hvarfgöngum uppleystra ljósnæmra járn-komplexa: fjölskala reiknilíkan sem nýtir hnikað teygjuband, NEB - verkefni lokið

Örvun sameinda við upptöku ljóseinda hefur víðtæk notagildi, til dæmis í næmum fyrir kerfi sem eru drifin áfram af orku við upptöku ljóss. Lykilatriðið þar er að skilja mismunandir leiðir sem orkan getur dreift sér.

Lesa meira

18.7.2024 : Mæling straumnýtni við álframleiðslu með eðalskauti - verkefni lokið

The project aimed to develop a laboratory cell to advance alternative environmentally friendly inert anode technology for primary aluminium production. This aimed to address the knowledge gap required to achieve inert anode process with a current efficiency comparable to the conventional Hall Héroult process.

Lesa meira

18.7.2024 : Fágaðar nálganir og fjölmættisfræði - verkefni lokið

Nálgun á föllum með margliðum er stórt rannsóknasvið í stærðfræðigreiningu með ótal hagnýtingum. Til þess að nálgunarverkefni séu vel skilgreind, þarf að hafa til taks staðla sem gefa mælikvarða á gæði nálgananna sem um ræðir. Í þessu verkefni er nálgun á fáguð föll af mörgum breytistærðum rannsökuð.

Lesa meira

18.7.2024 : Náttúruferðamennska í landslagi endurnýjanlegrar orku - verkefni lokið

Mikilvægi framleiðslu á endurnýjanlegri orku hefur aukist mjög á heimsvísu vegna loftslagsbreytinga. Orkumannvirki breyta hins vegar landslaginu og það getur haft áhrif á náttúruferðamennsku. Til þess að draga úr mögulegum árekstrum um landnýtingu er mikilvægt að varpa ljósi á hið margþætta samspil náttúruferðamennsku og orkuframleiðslu og er það markmið þessa doktorsverkefnis.

Lesa meira

18.7.2024 : Samfélagsleg áhrif og félagslegt taumhald; ungar konur í sjávarþorpum - verkefni lokið

Rannsóknin snýst um að skoða samfélagsleg áhrif á ungar konur í litlum byggðarlögum, þar sem sérstök áhersla er á áhrif og vald slúðurs, félagslegt taumhald og skömmun. Einnig eru skoðuð tengsl búferlaflutninga og slúðurs.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica