Rannsóknasjóður: 2020

10.12.2020 : Áhættu- og verndandi þættir fyrir þunglyndi og kvíða: lífsálfélagsleg nálgun - verkefni lokið

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess tíma sem varið er á samfélagsmiðlum og vanlíðanar, til dæmis kvíða og þunglyndis. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um hvernig þessum tengslum sé háttað; hvort tími óháður eðli notkunar sé aðaláhrifaþáttur eða hvort að hægt sé að greina tíma á samfélagsmiðlum betur eftir eðli notkunar. Verulega skortir langtíma rannsóknir á sviðinu og að sama skapi rannsóknir á því hvort þessi tengsl séu svipuð meðal stúlkna og drengja. 

Lesa meira

20.11.2020 : Hlutverk sameindasveigjanleika í hitastigsaðlögun subtilasa - verkefni lokið

         Rannsóknirnar hafa miðað að því að leita svara við spurningum varðandi sameindalegar forsendur hitastigsaðlögunar meðal subtilísín-líkra serín próteinasa (subtilasa).

Lesa meira

17.11.2020 : Segulkerfi á ýmsum lengdar og tímaskölum: Frá atómum til spunaíss - verkefni lokið

         The project involved the development of theoretical and computational methods for identifying the mechanism and estimating the rate of magnetic transitions that occur because of thermal fluctuations possibly in the presence of an external field. 

Lesa meira

17.11.2020 : Pro Tanto hugmyndin um innihald laga: Um tengsl laga og tungumáls - verkefni lokið

         Markmið verkefnisins var að þróa tiltekið afbrigði af svokallaðri „segðarkenningu“ um samband laga og tungumáls, en samkvæmt henni ræðst innihald settra laga af því sem löggjafinn segir. 

Lesa meira

9.10.2020 : Niturnám og blágrænbakteríur á svölum landsvæðum - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að bæta þekkingu á samfélagi hélumosalífskurnar, en hún er útbreidd á hálendi Íslands. Athyglinni var beint að bæði samsetningu og starfsemi, einkum niturnámi. Auk þessa var skoðað óvenjulegt niturnámsensím sem nýtir vanadín í stað mólybdens í hvarfstöð sinni.

Lesa meira

8.10.2020 : SEADA-Pilot - verkefni lokið

         Many activities of the modern society are entirely managed by computer-controlled systems. These systems can be large-scale, and time and safety critical. Due to the dynamic nature of such systems and their surroundings, they are vulnerable to failures, threatening human lives or causing intolerable costs. 

Lesa meira

8.10.2020 : Áhrif sviperfðabreytinga í brjósta og eggjastokkakrabbameinum - verkefni lokið

Í þessu verkefni var leitast við að rannsaka áhrif sviperfðabreytinga á stýrilsvæðum gena í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum. Áhersla var lögð á gen sem hafa hlutverki að gegna í DNA viðgerðarferlum, en gallar í slíkum ferlum eru þekktir áhrifavaldar í krabbameinum. 

Lesa meira

17.9.2020 : Kolvetni í jarðhitagasi - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið Kolvetni í jarðhitagasi leitaðist við að skilgreina uppruna og efnahvörf kolvetnis á jörðinni. Sýnum af jarðhitagasi var safnað víðs vegar um heim (á Íslandi, Nýja Sjálandi, Kenía og víðar) og styrkur og samsætuhlutföll kolvetna efnagreind. 

Lesa meira

16.9.2020 : TheoFoMon: Fræðileg undirstaða fyrir vöktun og sannprófun á keyrslutíma - verkefni lokið

         Tölvukerfi eru allsstaðar í nútíma samfélagi en þau auðvelda okkur lífið þegar kemur að samskiptum, stjórnun, viðskiptum, heilbrigðisþjónustu, ferðalögum og afþreyingu svo dæmi séu nefnd. Þessi kerfi eru öll búin til með ákveðna notkun í huga og því mikilvægt að geta tryggt að þau séu að þjóna sínum raunverulega tilgangi. 

Lesa meira

16.9.2020 : Framrásir jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma (Bølling-Allerød): rannsóknir á jökulhöggun og myndun setlaga og landforma - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa verkefnis var að rannsaka virkni jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma. Var þetta gert með því að skoða nákvæmlega setlög, skipan þeirra og aflögun í Belgsholtsbökkum, Melabökkum og Ásbökkum, auk þess að kanna setlög og landform inn af ströndinni. 

Lesa meira

14.9.2020 : Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis - verkefni lokið

         Rannsóknarverkefnið „Greining á málfræðilegum áhrifum stafræns málsambýlis“ fékk öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs árið 2016. Meginmarkmið verkefnisins var að kortleggja og greina stöðu íslenskrar tungu á tímum róttækra samfélags- og tæknibreytinga, með sérstöku tilliti til enskra áhrifa, einkum gegnum stafræna miðla. 

Lesa meira

30.7.2020 : Þróun aðferðar til þess að meta misnotkun lyfseðisskyldra lyfja og notkun ólöglegra fíkniefna með faraldsfræði frárennslisvatns - verkefni lokið

Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferð til þess að meta misnotkun fíkniefna og lyfja í Reykjavík með því að nota faraldsfræði frárennslisvatns. Samkvæmt þessari aðferðafræði er litið á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi og styrkur fíkniefna og lyfja í sýninu er notaður til þess að fylgjast með misnotkun þessara efna.

Lesa meira

30.7.2020 : Kjarna/skeljar nanóloftnet - verkefni lokið

      Kjarna/skeljar nanóvírar eru slöngulaga með innri kjarna og ytri skel úr mismunandi efnum, með geisla u.þ.b. 50-100 nm. Þversnið þeirra er venjulega sexhyrnt, en annars konar lögun eins og hringur, ferningur eða þríhyrningur er einnig möguleg. Fjölhyrndur þverskurður er sérstakelga áhugaverður þar sem rafeindir geta staðbundist í hornunum. 

Lesa meira

30.7.2020 : ForHot skógur: Áhrif jarðvegshlýnunar á kolefnishringrás íslensks skógarvistkerfis - verkefni lokið

Aukinn skilningur á hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á efnaferla og samsetningu bæði náttúrulegra og manngerðra vistkerfa er ein af stærstu rannsóknaspurningum 21. aldar. Markmið verkefnisins var einmitt að svara lykilspurningum á því sviði.

Lesa meira

30.7.2020 : Óskilgreindir brjóstverkir sem ekki eru vegna kransæðasjúkdóma: Algengi og mögulegt meðferðarinngrip - verkefni lokið

Á hverju ári leitar fjöldi sjúklinga læknisþjónustu með brjóstverki sem ekki reynast stafa af hjartasjúkdómum, heldur geta verið vegna ýmissa líkamlegra og andlegra orsakaþátta. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi ótilgreindra brjóstverkja á Íslandi og tengsl þeirra við andlega líðan, notkun á heilbrigðisþjónustu og kostnað við meðferð. 

Lesa meira

30.7.2020 : Greining á hlutverki MITF í litfrumum og sortuæxlum með skilyrtum stökkbreytingum í mús - verkefni lokið

Í verkefni þessu voru tvær nýjar skilyrtar stökkbreytingar í Mitf geninu notaðar til að greina hlutverk þessa mikilvæga stjórnpróteins í þroskun litfruma og forvera þeirra og í myndun sortuæxla. Einnig voru útbúnar litfrumulínur sem bera þessar skilyrtu stökkbreytingar og svipgerð þeirra skoðuð. 

Lesa meira

24.3.2020 : Öndunarerfiði í svefni – Eðli og klínískt mikilvægi - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessa rannsóknarverkefnis var að rannsaka neikvæð heilsufarsáhrif svefnháðra öndunartruflana, frá hrotum til kæfisvefns með áherslu á einstaklingsbundin áhrif og mismunandi mælikvarða á alvarleika öndunartruflana.

Lesa meira

24.3.2020 : Kjarna/skelja nanóloftnet - verkefni lokið

Aðal markmið rannsóknaverkefnisins var skilningur á dreifingu hleðslu og straums í slíkum kjarna/skelja nanóvír og afleiðingar þess í tilraunum þegar nanóvírinn hegðar sér eins og móttakara- eða sendanda loftnet.

Lesa meira

17.3.2020 : Réttindi barna og óháður búferlaflutningar barna í Ghana - verkefni lokið

Börn hafa alla tíð flust á milli staða í leit að betri tækifærum. Í sumum samfélögum, sérstaklega þeim fátækari, er slíkur flutningur viðurkennd leið til þess að lifa af. Sumir fræðimenn telja flutning barna geta dregið úr líkum á fátækt og aðstoðað börnin við að uppfylla markmið sín. 

Lesa meira

17.3.2020 : Samskipti æðaþels og þekjuvefjar í framþróun og meinavarpamyndun brjóstakrabbameina - verkefni lokið

Aukin þekking á samskiptum æxlisfruma og æðaþels er mikilvæg til að bæta skilning á því hvernig umhverfi styður við æxlisvöxt og meinvarpamyndun. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka víxlverkandi samskipti milli eðlilegra og illkynja þekju- og æðaþelsfruma með því að notast við frumulínurnar D492, D492M (sem hvorug myndar æxli í músum) og D492HER2 (sem er æxlismyndandi). 

Lesa meira

17.3.2020 : Hervædd karlmennska og fyrrverandi hermenn - verkefni lokið

Við lok borgarastyrjalda liggja fyrir mörg og mikilvæg verkefni sem takast þarf á við á skjótan og skilmerkilegan hátt. Aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða að nýju lífi er á meðal þeirra mikilvægustu og brýnustu. Til þess að takast á við það hefur gjarnan verið lagt upp með viðamikil afvopnunarverkefni þar sem áhersla er á afvopnun fyrrverandi stríðandi fylkinga ásamt aðlögun þeirra að nýju lífi. 

Lesa meira

16.3.2020 : Romane lila. Sagan flókna um útgáfu Rómafólksins og sjálfsímyndarstefnu þess - verkefni lokið

Markmið verkefnisins Romane lila var að rannsaka og greina innbyrðis tengda sögu sjálfsmyndastefna Rómafólks og menningarvenja þeirra, eins og þau koma fram í ritum Rómafólks í Evrópu og annars staðar í heiminum.

Lesa meira

16.3.2020 : Flækingar sjávarspendýra í veiðarfærum við Ísland: Eftirlit og forvarnir - verkefni lokið

Samfara útþenslu iðnaðar og sjávarútvegs á hafsvæðum norðurslóða (kaldtempruðum og heimskautasvæðum) aukast hagsmunaárekstrar milli þessara athafna mannsins og hvala. Við Ísland er ánetjun hvala í veiðarfæri einn helsti valdur slíkra árekstra milli sjómanna og hvala, en hingað til hafa rannsóknir á þessu sviði verið mjög takmarkaðar fyrir eina algengustu hvalategundina, hnúfubak.

Lesa meira

13.3.2020 : Stofnerfðamengjafræði samhliða þróun íslenskrar bleikju - verkefni lokið

Er unnt að spá fyrir um þróunarferli? Leiðir aðlögun að tilteknum, nýstárlegum aðstæðum á mörgum aðskildum stöðum til svipaðrar niðurstöðu, t.d. sams konar breytinga í lögun, lífsferlum (parallelism) og endurspegla slíkar aðlaganir náttúrulegt val á sömu genum (genetic parallelism) eða eru erfðabreytingarnar mismunandi á mismunandi stöðum? Hversu stóran þátt svipfarsbreytileika í mismunandi stofnum má rekja til sveigjanleika í þroskun og atferli? Þetta eru lykilspurningar í þróunarfræði sem skipta máli í allri umræðu um tilurð og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. 

Lesa meira

13.3.2020 : Stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvíþætt. Annars vegar að prófreyna nýjan spurningalista um stuðning foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – svokallaða Könnun um foreldrastuðning – með því að rannsaka áreiðanleika og réttmæti og bera saman svör foreldra og barna þeirra. Hins vegar að kanna hvort stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi tengist bakgrunnsþáttum barns og foreldris, streituupplifun foreldris, stuðningi foreldris og líðan barns. 

Lesa meira

6.3.2020 : Áburður frá lofti og vatni: Frá reikningum til tilrauna - öndvegisverkefni lokið

Með þessum öndvegisstyrk gafst tækifæri til að ráða fjölda nemenda og nýdoktora til að vinna að rafefnafræðilegri N2 afoxun í ammóníak í vatnslausn við herbergisaðstæður. Fram að þessu höfðum við unnið mikið af tölvureikningum fyrir þetta efnahvarf, en hér gafst okkur tækifæri til að setja upp tilraunaaðstöðu til að prófa þessa nýju efnahvata. Vinna þátttakendanna í verkefninu skiptist upp í fjóra verkþætti; 1) tölvureikninga, 2) ræktun efnahvatanna, 3) uppsetningu tilraunaaðstöðu og þróun aðferðafræði og 4) prófun efnahvatanna í rafefnafræðilegum tilraunum.

Lesa meira

6.3.2020 : Söguleg samsetning þorsks - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að nota líffræðilegan efnivið úr fornleifauppgröftrum á fornum verstöðvum til að rannsaka vist- og erfðafræðilegar breytingar á þorskstofninum síðasta árþúsund. Það tímabil einkenndist af töluverðum sveiflum í sjávarhita og breytingum á nýtingu veiðistofna á norður Atlantshafi, ekki síst þorsks. 

Lesa meira

6.3.2020 : Rannsóknir í tvinnfallagreiningu með áherslu á fjölmættisfræði - verkefni lokið

Verkefnið hefur að mestu leyti snúist um fágaðar framlengingar og nálganir með fáguðum föllum. Annars vegar höfum við skoðað framlengingar yfir í heil föll í tengslum við Radon-ummyndunina [1] og hins vegar mat á því hversu langt er hægt að framlengja fáguð föll í tengslum við nálganir með margliðum [8,9]. 

Lesa meira

15.1.2020 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2020

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2020. Alls bárust 382 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 55 þeirra styrktar eða um 14% umsókna.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica