Að lifa undir 1,5 gráða mörkunum í norrænum aðstæðum: viðhorf, lífsstíll og kolefnisspor - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.7.2024

Verkefnið miðaði að því að bera kennsl á einstaklinga á Norðurlöndunum (Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi) með lífsstíl sem miðar að því að halda hlýnun innan við 1,5 gráður, en einnig að skoða hvort hægt sé að draga lærdóm af lífsháttum þeirra svo að samfélagið í heild geti lifað innan 1,5 gráðu markanna.

Til að rannsaka þetta var kolefnisreiknir fyrst hannaður til að mæla losun frá daglegri neyslu einstaklinga sem og til að afla upplýsinga um loftslagsáhyggjur þeirra,loftslagsvæna hegðun og almenna vellíðan. Um 8.000 manns svöruðu þessari könnun. Viðbótarkönnun var hönnuð og henni var dreift til að öðlast dýpri skilning á þekkingu Norðurlandabúa á loftslagsbreytingum, skilningi á hvernig hegðun þeirra og lífsstíll hefur áhrif á loftslag, og skynjun þeirra á umhverfi sínu. Þessi könnun fékk ~4.500 svör. Þessar tvær kannanir leiddu til tveggja hágæða gagnasafna sem gerðu rannsakendum kleift að greina kolefnisspor íbúa á Norðurlöndunum, að sjá áhrif þess að draga úr neyslu í hinum ýmsu flokkum, áhrif loftslagsáhyggja og þekkingar á kolefnisspori, en einnig að bera saman skynjun á áhrifum þess að hegða sér á loftslagsvænni hátt við raunveruleikann. Þetta verkefni skilaði sér í sex ritrýndum greinum í fræðilegum tímaritum, sjö meistararitgerðum, sex ráðstefnukynningum og mun skila sér í doktorsritgerð og fjölda væntanlegra tímaritsgreina. Þessar rannsóknir hafa leitt til mikilvægrar innsýnar í hvernig fólk sem býr í ríkum löndum getur lifað loftslagsvænum lífsstíl. Niðurstöðunum verður dreift frekar með háskólakennslu, með kynningum fyrir aðra en akademíska áhorfendur, og á samfélagsmiðlum.

English:

The “1.5 degree compatible living in the Nordic conditions: attitudes, lifestyles and carbon
footprints” project aimed to identify individuals who are living 1.5 degree warming compatible
lifestyles in the Nordic countries (Iceland, Norway, Denmark, Sweden, Finland) and to see what could be learned from their lifestyles for society as a whole to live within the 1.5 degree limits. To study this, first, a carbon footprint calculator survey was designed to measure the emissions from
individuals’ everyday consumption as well as to gather information on their climate concern, proclimate actions and general well-being. This survey received around 8,000 responses. An additional survey was designed and distributed to gain a deeper understanding of Nordic residents’ knowledge about climate change, understanding of their behavior and lifestyles on the climate and their perceptions of their living environment. This survey received ~4,500 responses. These two surveys resulted in two high quality data sets that allowed researchers to analyze the carbon footprints of residents in the Nordic countries to see the impacts of consumption mitigation options, the impact of climate concern and knowledge, and compare the reality and perception of the impact of climatefriendly behaviors. This project resulted in six articles published in academic journals, seven masters theses, seven conference presentations, and will result in PhD thesis and a number forthcoming journal articles. This research has led to important insights into how people living in affluent countries can live climate compatible lifestyles. The results will be further disseminated through university teaching, presentations for non-academic audiences, and social media.

Information on how the results will be applied:
The project has resulted in several academic journal articles and theses, which include policy
implications for climate change mitigation. They have already been seen and downloaded thousands of times and therefore make their impact now and into the future. Further dissemination of the results will take place when the results are used in university teaching (already in use on several courses), in presentations of the researchers of the project for non-academic audiences, and through utilizing social media to reach both professionals working with climate issues, and the general public. The carbon footprint calculator data set has been published in the open access data repository Zenodo (zenodo.org, DOI: 10.5281/zenodo.10656970), so it can be used by other researchers to do further studies.

A list of the project’s outputs:
∙ 1 forthcoming PhD (plus 3 PhD theses partially utilizing the project results)
∙ 6 published peer-reviewed journal articles (plus 4 in review and 4 under preparation)
∙ 7 published Master’s theses (2 forthcoming)
∙ 7 conference presentations (plus one forthcoming)
∙ 2 high quality data sets

Heiti verkefnis: Að lifa undir 1,5 gráða mörkunum í norrænum aðstæðum: viðhorf, lífsstíll og kolefisspor/1.5 degree compatible living in the Nordic conditions: attitudes, lifestyles and carbon footprints
Verkefnisstjóri:
Jukka Heinonen, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2020-2022
Fjárhæð styrks kr. 53.385.000
Tilvísunarnúmer Rannsóknasjóðs: 207195









Þetta vefsvæði byggir á Eplica