Uppruni og áhrif fyrstu íslensku prentuðu sagnasafnanna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.7.2024

Ágætar fornmannasögur og Nokkrir margfróðir söguþættir Íslendinga eru tvær bækur sem komu út á Hólum í Hjaltadal árið 1756. Þær innihalda fyrstu prentuðu Íslendingasögurnar. Sumir einstaklingar í lærðri stétt tóku þeim fjandsamlega, því þeir töldu sig sjá hvorki andlegt né  kennslufræðilegt gildi í þeim.

Þessar sögur voru samt vinsælar í handritaformi á þeim tíma og prentuðu bækurnar tvær höfðu áhrif á útbreiðslu þeirra í handritum. Þær voru meira að segja afritaðar í handritum, sem sýnir aðrar viðtökur en þær sem andmælendur bókanna tjáðu. Mál bókanna ber fram spurningu um áhrif miðilsins á viðtökur og útbreiðslu Íslendingasagnanna. Verkefnið svarar þessari spurningu með því að greina hvernig bækurnar voru framleiddar, dreift og mótteknar og hvernig innihaldi þeirra var miðlað áfram í handritum. Niðurstöður þess stuðla að heildarskilningi okkar á samspili prents og handrits, efnisflutningi bókmennta og uppbyggingu bókmenntagreina á Íslandi.

English:

Ágætar fornmannasögur and Nokkrir margfróðir söguþættir Íslendinga are two books that were
published in Hólar í Hjaltadal in 1756. They contain the first printed family sagas. They encountered a hostile reception among some members of the learned class who saw no spiritual or didactic value in them. These sagas were however popular in manuscript form at the time, and the two printed books influenced their manuscript transmission. They were even copied in manuscripts, which attests to a different reception than the one expressed by their detractors. This case raises the question of the impact of the medium on the reception and transmission of the Icelandic sagas. The project answers it by analysing how the books were produced, diffused, and received, and how their contents were transmitted in manuscripts. Its findings contribute to our overall understanding of the interaction between print and manuscript, the material transmission of literature, and the construction of literary genres in Iceland.

Information on how the results will be applied:
The results of the project will be gathered in a doctoral thesis.

A list of the project’s outputs:
- Study on the production context of Ágætar fornmannasögur and Nokkrir margfróðir
söguþættir.
- Study on the reception of Ágætar fornmannasögur and Nokkrir margfróðir söguþættir and
their contents.
- Study on the impact of the two books on the transmission of the family sagas.
- Rannsókn um framleiðslusamhengi Ágætra fornmannasagna og Nokkra margfróða
söguþátta Íslendinga.
- Rannsókn um viðtökur Ágætra fornmannasagna og Nokkra margfróða söguþátta Íslendinga
og innihald þeirra.
- Rannsókn um áhríf bókanna á útbreiðslu Íslendingasagnanna.

Heiti verkefnis: Uppruni og áhrif fyrstu íslensku prentuðu sagnasafnanna/Origins and Impact of the First Icelandic Printed Collections of Sagas
Verkefnisstjóri: Ermenegilda Rachel Müller, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2020-2022
Fjárhæð styrks kr. 18.815.000
Tilvísunarnúmer Rannsóknasjóðs: 207107









Þetta vefsvæði byggir á Eplica