Agora: Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Agora umgjörðin kynnir nýja aðferð við að herma eftir mannlegri hegðun í mannfjöldahermunum með því að nota hitakort og liti til að kóða mikilvægt áreiti grafískt. Þessi aðferð beinir sýndarmanneskjum að aðlaðandi svæðum og frá óæskilegum, og notar vel skilgreindar litaaðgerðir til að sameina mismunandi hegðunarlíkön til gera hermunina eðlilegri.
Agora bætir verulega hegðunarhönnunarferlið með sjónrænni forritunaraðferð, sem gerir bæði forriturum og þeim sem ekki eru forritarar kleift að meðhöndla hegðunarmódel auðveldlega sem gröf. Þetta auðveldar þróun flókinna hermana og hvetur til þverfaglegs samstarfs. Auk þess styður Agora hlutlægt mat á hegðunarlíkönum með því að nota myndsamanburðamælingar á hitakort sem teiknuð eru útfrá raunverulegum gögnum og kortum teiknuðum sem úttak hermana. Þetta tryggir að hermanir séu nákvæmar og endurspegli raunverulega mannlega hegðun. Gildi umgjarðarinnar er sýnt með tilviksrannsóknum, til dæmis greiningu og hermun á hegðun ferðamanna á Þingvöllum, með áherslu á sýnileikahegðun, og stórborgarsviðsmynd þar sem hegðun fólks ræðst af hita- og fólksþéttleikaþægindum. Þessar rannsóknir staðfesta hæfni Agora til að þróa, sameina og meta mannfjöldahermunarlíkön á áhrifaríkan hátt. Þessi yfirgripsmikla umgjörð markar verulega framför í mannfjöldahermun, getur leitt til betri hugbúnaðar fyrir borgarskipulag, öryggi og afþreyingu og opnar nýjar leiðir fyrir frekari rannsóknir og hagnýtingu.
English:
The Agora framework introduces a novel approach to modeling human behavior in crowd
simulations using heatmaps to represent critical stimuli graphically. This method directs virtual
agents toward attractive areas and away from undesirable ones, using color operations to integrate different behavioral models for more realistic simulations. Agora significantly enhances the authoring process through its intuitive, node-based system, enabling coders and non-coders to manipulate behavior models easily. This accessibility broadens participation in sophisticated simulation development and encourages interdisciplinary collaboration. Additionally, Agora supports objective model evaluation by comparing heatmaps derived from realworld data and simulation outputs using image similarity metrics. This ensures that the simulations are accurate and reflect real human behavior. The framework's efficacy is demonstrated through case studies, including analyzing tourist behavior in Þingvellir National Park, Iceland, focusing on environmental visibility and an urban scenario assessing thermal and density comfort levels. These studies confirm Agora's ability to effectively develop, combine, and evaluate crowd simulation models.
This comprehensive framework marks a significant advancement in crowd simulation, promising
improved urban planning, safety, and entertainment applications and opening new avenues for
research and practical implementation.
Information on how the results will be applied:
The resulting source code is publicly available online. Everybody can access the Agora framework and use it to author, combine, and evaluate crowd-simulation models. Future researchers can extend both the system design and the resulting implementation. The publications resulting from this project are openly available and will serve as the foundation for future research.
A list of the project’s outputs:
In addition to the publications listed above, the source code of the project is publicly available on
GitHub: https://github.com/MichelangeloDiamanti/Agora
Heiti verkefnis: Agora:
Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun - Agora:
Unified Framework for Crowd Simulation Research
Verkefnisstjóri: Michelangelo Diamanti, Háskólanum
í Reykjavík
Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2021-2022
Fjárhæð styrks kr. 13.248.750
Tilvísunarnúmer Rannsóknasjóðs: 217663