Rannsóknasjóður: ágúst 2021

30.8.2021 : Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Markmið okkar voru að rannsaka nýmyndun, starfsemi og líffræðileg áhrif sem koma fram af völdum miR-190b í brjóstakrabbameinum. 

Lesa meira

26.8.2021 : ISSP 2016-2018: Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála var að halda áfram þátttöku Íslands í  rannsóknasamstarfi International Social Survey Programme með því að
leggja fyrir kannanir á viðhorfum til hlutverks stjórnvalda árið 2016, félagslegum tengslum árið 2017 og trúmálum árið 2018. 

Lesa meira

26.8.2021 : 1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) afleiddar tvístakeindir fyrir hreyfifræðilega skautun - verkefni lokið

Mögnun á kjarnskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP) er mikilvæg aðferð til að auka styrkleika merkja í kjarnsegulgreiningu (e. nuclear magnetic resonance (NMR) spectroscopy) með því að flytja skautun óparaðra rafeinda yfir í þá kjarna sem mæla skal. Kolefnisstakeindir, til að mynda trítyl eða 1,3-bistvífenýlen-2-fenýlallýl (BDPA), eru slík skautunarefni sem lofa góðu í sterku segulsviði. 

Lesa meira

20.8.2021 : Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum - verkefni lokið

Niðurstöður verkefnisins auka grundvallarþekkingu á seglun í óreiðukenndum og nanólagskiptum efnum sem má nýta til að hanna efni með nýja eiginleika. Slíkt getur haft ýmsa hagnýtingarmöguleika svo sem í segulminnum og spunatækni. 

Lesa meira

18.8.2021 : Samrunagen í brjóstaæxlum með mögnun á litningasvæði 8p12-p11 - verkefni lokið

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á heimsvísu. Markmið verkefnisins var að skilgreina gen, eða breytingar í genum, staðfesta hvernig þau hafa áhrif á framvindu æxlisþróunar í frumulínum og meinsins í brjóstakrabbameinssjúklingum. Tilgangurinn er að afla þekkingar sem hægt yrði að nýta til að bæta líf sjúklinga eftir greiningu, t.d. með annars konar meðferðarmöguleikum, nákvæmari spám um horfur og hugsanlega með því að nota genin sem lyfjamörk. 

Lesa meira

17.8.2021 : Erfðamengjafræði samhliða þróunar bleikjuafbrigða á Íslandi - verkefni lokið

Þróun og tegundamyndun eru hugtök sem eru almenningi kunnug en skilningur á þessum ferlum er líkast til takmarkaður. Engu að síður má finna í íslenskri náttúru tegundir eins og bleikju sem býður upp á tækifæri til að svara mikilvægum spurningum er varða tilurð og viðhald tegunda. 

Lesa meira

17.8.2021 : Tölvuútreikningar á rafefnahvötun með fumeindalíkönum: QM/MM nálgun með yfirfæranlegu og nákvæmu stöðuorkufalli fyrir vatnssameindir - verkefni lokið

Við höfum þróað og nýtt nýstárlega fræðilega aðferð til að framkvæma ýtarlega tölvuútreikninga á ferlum frumeinda kerfa, tengd orkuframleiðslu með endurnýtanlegu framleiðsluferli framtíðarinnar. 

Lesa meira

17.8.2021 : Hlutverk Rhox gena í ákvörðun frumkímfruma músa - verkefni lokið

Í þessu verkefni er markmiðið að rannsaka hlutverk umritunarþáttanna Rhox5, Rhox6 og Rhox9, sem tilheyra Rhox fjölskyldu homeobox umritunarþátta, í ákvörðun frumkímfruma í músum. 

Lesa meira

16.8.2021 : Lofttóms rafeindatækni - verkefni lokið

Aðal markmið rannsóknarverkefnisins var að betrumbæta hermunarhugbúnað sem hefur verið þróaður við örtæknisetur HR. Bætt var við hugbúnaðinn þeim eiginleikum að líkja eftir óregluleika í yfirborði rafeindalindar og áhrifum hitastigs. Þessir eiginleikar voru svo rannsakaðir í verkefninu og niðurstöður birtar í tímaritum og kynntar á ráðstefnum.

Lesa meira

16.8.2021 : Sjónarfur í samhengi: notkun, myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844-1944 - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa tveggja ára rannsóknarverkefnis var að greina og flokka í sögulegt samhengi myndrænar framsetningar í prentuðu efni á tímabilinu 1844-1944. Tilgangurinn var að greina áhrif hönnunar á myndmál, tengingu myndmáls og texta, og áhrif samfélagslegra þátta eins og þjóðarímyndar, sjálfstæðisbaráttu og stofnunar lýðveldis. 

Lesa meira

13.8.2021 : Næmisþættir fyrir endurteknu þunglyndi: Eðli, inntak og vanabundnir eiginleikar hugrænna næmisþátta og áhrif meðferðar á virkni þeirra - verkefni lokið

Niðurstöður rannsóknanna benda meðal annars til þess að gagnlegt geti verið að beina forvarnarmeðferð sérstaklega að þunglyndisþönkum og að hugsanlega geti árangur atferlismiðaðra inngripa verið meiri því slík inngrip henta betur til að vinna með vanabundna hegðun hjá fólki.

Lesa meira

13.8.2021 : Handan heimsins míns: Fyrirbærafræðileg rannsókn á þekkingarfræði samkenndar og samskipta - verkefni lokið

Í verkefni þessu er grundvöllur samkenndar- og samskiptavanda rannsakaður út frá aðferðum fyrirbærafræði og félagsþekkingarfræði. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á eðli samskiptaerfiðleika, sérstaklega þeirra sem eiga sér stað milli ólíkra samfélagshópa, og því óréttlæti sem af slíku getur hlotist þegar valdastaða hópanna er ójöfn.

Lesa meira

13.8.2021 : Hitun rafeinda í rafneikvæðri rýmdarafhleðslu með flókna efnafræði - verkefni lokið

Rýmdarafhleðslur sem vinna við lágan gasþrýsting og eru drifnar við útvarpstíðni hafa verið notaðar í efnismeðhöndlun, einkum í framleiðslu smárása, í áratugi. Aflflutningur til rafeinda í rafneikvæðum rýmdarafhleðslum í súrefni og klór var skoðaður með particle-in-cell Monte Carlo hermun.  

Lesa meira

12.8.2021 : Stíf merki og greiningar á byggingu og hreyfingu kjarnsýra með litrófsaðferðum - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að smíða stöðugar stakeindir (spunamerki) og flúrljómunarmerki og beita þeim við lífeðlisfræðilegar mælingar á kjarnsýrum með EPR- og flúrljómunar-litrófsgreiningum. Nýjar og betri aðferðir voru þróaðar til að festa spunamerki á ákveðna staði í DNA og RNA.

Lesa meira

12.8.2021 : Kosningaatferli í skugga kreppunnar: Ísland í spegli samanburðarstjórnmála - verkefni lokið

Megintilgangur þessa verkefnis var að kanna breytingar á ýmsum hliðum stjórnmálahegðunar íslensks almennings í ljósi samfélagsbreytinga með áherslu á samanburð á árunum fyrir og eftir fjármálahrunið 2008. 

Lesa meira

12.8.2021 : Leiðni í skertum víddum fyrir sterk tengsl ljóss og efnis - verkefni lokið

Í núverandi 'Excellence' verkefninu þróuðum við áfram þau rannsóknarsvið sem varða agnaflutning í einvíðum og tvívíðum kerfum undir sterkri ljóss- og efnisvíxlverkun. 

Lesa meira

12.8.2021 : Sjónræn söfnunarverkefni með fjölda markáreita - verkefni lokið

While many studies have involved visual search for single targets, studies involving search,or foraging, for many targets are far fewer. In three work packages involving novel foragingparadigms, we have assessed how humans explore multi-target environments, by involvingeye movement recordings and immersive virtual reality technologies. 

Lesa meira

12.8.2021 : Hámörkun og gilding á UPLC-MS/MS aðferð fyrir greiningu og eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga með APRT skort í blóðvökva - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð með háþrýstivökvagreini tengdum tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS) með það að markmiði að bæta klíníska greiningu og eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga með adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skort.

Lesa meira

11.8.2021 : Heimspeki og kreppa lýðræðis: Mannfræðilegar forsendur sem sjálfvirkar spásagnir - verkefni lokið

Í doktorsritgerðinni rannsakar Ole hvernig staðhæfingar um manneðli hafa áhrif ástjórnmála- og hagfræðikenningar og hvernig þessar kenningar móta hegðun og sjálfsverumanna. 

Lesa meira

11.8.2021 : Félagsleg áföll: Þáttur þeirra í þróun áfallastreituröskunar og félagsfælni - verkefni lokið

Lengi hefur verið deilt um hvað einkenni áföll. Í greiningakerfum geðraskana hafa þau einkum verið skilgreind út frá tilteknum atburðum, á borð við nauðgun eða að lenda í náttúruhamförum. Það hefur hins vegar ekki verið ljóst hvað það er við áföll sem getur leitt til áfallastreitueinkenna

Lesa meira

10.8.2021 : “Allen die willen naa Island gaan”, Verslun og hvalveiðar Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld - verkefni lokið

Megin markmið verkefnisins var að nota fornleifafræðilega- og sagnfræðilega aðferðafræði til að varpa skýrara ljósi á hvalveiðar og verslun Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld. Þær aðferðir sem m.a. var notast við var, uppgröftur, gripagreining og heimildarýni. Fornleifauppgreftrir voru framkvæmdir á nokkrum bæjarstæðum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, svo og 17. aldar hvalveiðistöðvum á Ströndum, í þeim tilgangi að ná gripum til greininga, þ.e. leirker og krítarpípur. 

Lesa meira

9.8.2021 : Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar - verkefni lokið

Markmið rannsóknarverkefnisins voru að rannsaka væntingar, tækifæri og áskoranir í háskólamenntun innflytjenda á Íslandi. Þátttakendur í verkefninu voru innflytjendur af ólíku kyni, ólíkum uppruna og með ólíkan menntunarbakgrunn og félagslega stöðu, alls 41 grunnnemi frá 23 löndum í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku sem stunduðu nám í þremur stærstu háskólunum á Íslandi. 

Lesa meira

6.8.2021 : Íslenskar dýrasögur - alþjóðleg rannsókn - verkefni lokið

Raunsæisdýrasagan er almennt talin kanadísk hefð innan bókmenntafræðinnar og er þá miðað við útgáfu sögunnar „Do Seek Their Meat From God“ frá 1892 sem upphaf þeirrar stefnu, en höfundur hennar, Charles G.D. Roberts sagðist sjálfur vera „faðir dýrasögunnar“. Átta árum áður kom hins vegar fyrsta íslenska dýrasagan út, „Skjóni“ (1884), eftir raunsæisskáldið Gest Pálsson – sögu sem má ekki síður skipa í flokk raunsæisbókmennta. Í verkefninu „Íslenskar dýrasögur – alþjóðleg rannsókn“ er leitast við að svara spurningunni hvort breyta megi bókmenntasögunni og titla Gest Pálsson og Skjóna sem frumkvöðla í raunsæislegum dýrasagnaskrifum. 

Lesa meira

6.8.2021 : Þjóðarátak gegn krabbameinum - Blóðskimun til bjargar - verkefni lokið

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er algengt forstig mergæxlis (MM) og skyldra sjúkdóma og fyrirfinnst hjá rúmlega 4% einstaklinga >50 ára. MGUS er alltaf undanfari MM en flestir með MGUS þróast ekki yfir í tengd krabbamein. Í þessari rannsókn var öllum Íslendingum eldri en 40 ára boðið að taka þátt í skimunarrannsókn á MGUS sem hlaut heitið Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxli. Þeir sem þekktust boðið voru 80,759 (54.3%) og yfir 75.000 blóðsýni söfnuðust. 

Lesa meira

6.8.2021 : Metoxyeterlípíð - verkefni lokið

Eter lípíð (EL) af gerð 1-O-alkyl-sn-glyseróla einkenna og koma fyrir í ríkum mæli í lifrarlýsi hákarla og annarra brjóskfiska og eru metoxyluð eterlípíð (MEL) undirflokkur þeirra. Höfuðáhersla þessa doktorsverkefnis beindist að heildarefnasmíði á afar áhugaverðu ómega-3 fjölómettuðu afbrigði MEL sem var einangrað úr hákarlalýsi. Þar reyndist metoxylaða kolvetniskeðjan innihalda nákvæmlega sömu skipan sex tvítengja og er að finna í hinni lífvirku og verðmætu DHA (22:6) w-3 fitusýru sem er að finna í lýsi og sjávarfangi. 

Lesa meira

6.8.2021 : Orsakaþættir æxlunarlegrar einangrunar í samsvæða afbrigðum bleikju - verkefni lokið

Þróun og viðhald æxlunartálma er undirstöðuferli tegundamyndunar ogþví mikilvægt rannsóknarefni þróunarfræðinga. Rannsóknir á tegundamyndun eru flóknar ogmargt er enn á huldu um hin ýmsu orsakasamhengi er liggja að baki. Kerfi þar sem náskyldartegundir eða stofnar innan sömu tegundar hafa aðlagast að mismunandi búsvæðum en hafatækifæri til að æxlast, eru einkar vel fallin til rannsókna á þessu sviði. Þetta á við umbleikjuna í Þingvallavatni.  Lesa meira

5.8.2021 : Íslenska og færeyska: Hugræn greining á beygingarþróun - verkefni lokið

The project seeks to account for formal change within the inflectional paradigms of Faroese and Icelandic nouns in terms of the impact of domain-general cognitive processes on language use, both in on-line communication and over time. 

Lesa meira

5.8.2021 : Sýklódextrín nanóagnir fyrir markbundna lyfjagjöf í augu - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að þróa augndropa fyrir markbundna lyfjagjöf til sjónhimnu augans.

Lesa meira

5.8.2021 : Lögmætisáskorunin: Lýðræðistilraunir og fulltrúalýðræði - verkefni lokið

This thesis takes an epistemic systems approach grounded in the normative idea of Republicanfreedom to the question about the normative legitimacy of empowering randomly selected minipublics.  Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica