Rannsóknasjóður: apríl 2024

23.4.2024 : Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu - verkefni lokið

Um þriðjungur notenda heilsugæslu greinir frá þrálátum líkamlegum einkennum sem eiga sér ekki þekktar líffræðilegar orsakir. Á Íslandi er skortur á árangursríkri meðferð við slíkum einkennum en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðferð tiltekinna tegunda þessara óútskýrðu líkamlegu einkenna.

Lesa meira

23.4.2024 : Nihewan setlagadældin í Kína: Umhverfi og loftslag við búsetu einhverra fyrstu landnema af mannætt utan Afríku - verkefni lokið

Setlög og fornleifar í Nihewan lægðinni í Kína spanna tímabilið frá fyrri hluta fram á síðari hluta Pleistósen. Í þeim hafa fundist ýmsir gripir sem benda til endurtekinnar viðveru frummanna á svæðinu.

Lesa meira

23.4.2024 : Áhrif erfða og langtímaaðlögunar á genatjáningu og svipfar í fléttusambýlum - verkefni lokið

Genatjáning í fléttum af ættkvíslinni Peltigera var rannsökuð með markvissum tilraunum á rannsóknastofunni og úti í náttúrunni með áherslu á streitu og viðbrögð við breyttu umhverfi, einkum hitastigi.

Lesa meira

23.4.2024 : Aðferðir til að meta hraða segulhvarfa og rannsóknir á segulskyrmeindum fyrir nanóíhluti framtíðarinnar - verkefni lokið

Í sumum efnum eru atómin líkt og litlir seglar og þótt þeir raði sér oftast upp á reglulegan hátt annað hvort með því að snúa allir eins eða sitt á hvað, þá er einnig mögulegt að þeir myndi flókin mynstur sem eru staðbundin, með þúsundum eða jafnvel milljónum atóma. Stefna seglanna getur myndað ýmiskonar mynstur og það er hægt að flytja þessi mynstur frá frá einum stað til annars með rafstraumi.

Lesa meira

22.4.2024 : Forrit í náttúrunni: Óvissa, aðlögunarhæfni og sannprófun - verkefni lokið

Cyber-Physical Systems (CPSs) are characterised by the interaction of various agents operating under highly changing and, sometimes, unpredictable environmental conditions. For instance, the dynamic
physical environmental processes can only be approximated in order to become computationally tractable; some agents may appear, disappear, or become temporarily unavailable, thus causing faults or conflicts; sensors may introduce measurement errors; etc.

Lesa meira

22.4.2024 : Öreigabókmenntir jaðranna: Róttækar bókmenntir millistríðsáranna (1918–1939) - verkefni lokið

"Peripheral Proletarianism" investigated proletarian literature written during the interwar period (1918-1939). Focusing on literature written in locations traditionally understood as peripheral vis-à-vis the economic and cultural centers of the period (i.e., London, Paris, New York,  Moscow), the project contributed to discussions of peripheral literary traditions.

Lesa meira

22.4.2024 : Gangvirki æxlunareinangrunar milli samsvæða bleikjuafbrigða - verkefni lokið

Tegundamyndun (hvernig nýjar tegundir myndast) er grundvallarhugtak í þróunar- og verndarlíffræði, en skilningur okkar á undirliggjandi ferlum tegundamyndunar er enn takmarkaður. Í Þingvallavatni hefur átt sér stað hröð þróun bleikju sem með aðlögun að mismunandi búsvæðum vatnsins hefur alið af sér afbrigði með ólíka líkamslögun og atferli. Því veita þessir fiskar einstakt tækifæri til að rannsaka hvernig stofnar geta aðlagast á mismunandi hátt og myndað aðskildar tegundir án þess að til komi
landfræðilegar hindranir.

Lesa meira

22.4.2024 : Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði - verkefni lokið

Verkefnið lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hefur frá 2019 verið virkur rannsóknavettvangur á sviði stjórnarskrárgerðar. Fimm doktorsnemar og einn nýdoktor sem unnið hafa með og á vegum verkefnisins hafa rannsakað þátttökuferla og hönnun stjórnarskrár sem auka skilning á flóknum tengslum fulltrúalýðræðis og borgaralegrar lýðræðislegrar þátttöku.

Lesa meira

19.4.2024 : Þróun vitsmuna: Rannsókn á samsvæða afbrigðum bleikju (Salvelinus alpinus) - verkefni lokið

Vitsmunalegir þættir tengjast því hvernig einstaklingar takast á við umhverfi sitt. Til að skilja einstaklingsbreytileika í vitsmunum er nauðsynlegt að taka tillit til vist- og þróunarfræðilegra aðstæðna þeirrar tegundar sem á að rannsaka. Fiskar búa við fjölbreytt umhverfi. Þann breytileika má jafnvel finna innan sömu tegundar og hefur það leitt til þróunar mismunandi afbrigða, t.d. sjógöngu-, botn- og svifafbrigða bleikju (Salvelinus alpinus).

Lesa meira

19.4.2024 : Þróun og vistfræðilegt samspil sjávarsnigla og sníkjudýra þeirra - verkefni lokið

Þrátt fyrir mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika sníkjudýra og samspils þeirra við hýsla sína, er rannsóknum og vernd á þessu sviði stórlega ábótavant, þá sérstaklega á sníkjudýrum í botnlægum sjávarvistkerfum. Í slíkum vistkerfum treysta ögður (sníkjuflatormar) mjög á sjávarsnigla sem
millihýsla, t.d. stóra langlífa snigla úr yfirættbálki Buccinoidea.

Lesa meira

19.4.2024 : Skissugerð með markmiði: Þróun samskiptamáta við hugbúnaðartól byggð á innsæi - verkefni lokið

Eins og margir sérfræðingar þá nýta hugbúnaðarverkfræðingar skissur, þ.e.a.s. riss eða óformlegar teikningar, til að átta sig á flóknum  hugmyndum. Núverandi skissukerfi hjálpa verkfræðingum að HUGSA um slík verkefni, en þeir þurfa samt sem áður að FRAMKVÆMA þau sjálfir eftirá, án hjálpar frá kerfinu.

Lesa meira

16.4.2024 : Víxlverkun jarðhita, jarðskjálfta og kvikuhreyfinga á Hengilssvæðinu - verkefni lokið

Allt í náttúrunni tengist. Verkefnið kannaði sérstaklega hvernig kviku- jarðskjálfta- og jarðhitatengd ferli víxlverka með beinum kröftum, eða bergspennum, sem berast um jarðskorpuna. Þungamiðja rannsóknanna var á Hengilssvæðinu á SV-landi, og var jarðeðlisfræðilegum og jarðhitatengdum gögnum beitt til að skoða hvernig ferlin tengjast.

Lesa meira

16.4.2024 : Ný gerð af rafefnahvötum úr kolefni - verkefni lokið

Theoretical calculations of electrocatalytic processes involved in fuel cells and electrolysers were carried out to determine whether metal free carbon based materials could provide a cheap and abundant alternative to precious metals, such as platinum, and important processes on conventional electrocatalysts such as copper and platinum where studied to determine the atomic scale mechanism of the active processes.

Lesa meira

15.4.2024 : Hagstæðasta meðgönguvikan fyrir framköllun fæðingar: Erum við á réttri leið? - verkefni lokið

Fæðing er gagngert framkölluð milli meðgönguviku 41 og 42 til að minnka áhættu á burðarmálsdauða og hefur tíðni framköllunar fæðingar þar af leiðandi verið að aukast í heiminum.

Lesa meira

15.4.2024 : Að tryggja réttleika í dreifðum kerfum - verkefni lokið

Modern software applications are architected in terms of concurrent components that execute independently and communicate via non-blocking messaging to create a dynamic, loosely-coupled software organisation known as a reactive system. This project investigates how the correctness of reactive systems can be established at runtime.

Lesa meira

15.4.2024 : Sambönd kítósans og örverudrepandi náttúrulegra efna til meðhöndlunar og varnar sýkingum - verkefni lokið

Verkefninu “konjúgöt kítósans og náttúruefna til að verjast sýkingum“ er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa sýkladrepandi konjúgöt til að verjast sýkingum af völdum sýkla sem mynda örverþekjur á yfirborði sílikons.

Lesa meira

15.4.2024 : Tilfinningar og sjálfið á miðöldum í Norður-Evrópu - verkefni lokið

Markmiðið með verkefninu var að sýna fram á tilvist sjálfsvitundar í norður-evrópskum miðaldabókmenntum í gegnum rannsóknir á sviðsetningu tilfinninga í textum.

Lesa meira

15.4.2024 : Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða? – verkefni lokið

Rannsóknin miðaði að því að skýra áhrif ryks á loftgæði á Íslandi, hve langt rykið berst frá landinu, áhrif ryksins á eðliseiginleika lofthjúpsins sem og áhrif þess á jökla, snjó og hafsvæði. Að auki fóru fram mælingar á Suðurskautslandinu til samanburðar. Ryk frá Sahara sem barst til Íslands var einnig haft til samanburðar.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica