Rannsóknasjóður: september 2020

17.9.2020 : Kolvetni í jarðhitagasi - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið Kolvetni í jarðhitagasi leitaðist við að skilgreina uppruna og efnahvörf kolvetnis á jörðinni. Sýnum af jarðhitagasi var safnað víðs vegar um heim (á Íslandi, Nýja Sjálandi, Kenía og víðar) og styrkur og samsætuhlutföll kolvetna efnagreind. 

Lesa meira

16.9.2020 : TheoFoMon: Fræðileg undirstaða fyrir vöktun og sannprófun á keyrslutíma - verkefni lokið

         Tölvukerfi eru allsstaðar í nútíma samfélagi en þau auðvelda okkur lífið þegar kemur að samskiptum, stjórnun, viðskiptum, heilbrigðisþjónustu, ferðalögum og afþreyingu svo dæmi séu nefnd. Þessi kerfi eru öll búin til með ákveðna notkun í huga og því mikilvægt að geta tryggt að þau séu að þjóna sínum raunverulega tilgangi. 

Lesa meira

16.9.2020 : Framrásir jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma (Bølling-Allerød): rannsóknir á jökulhöggun og myndun setlaga og landforma - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa verkefnis var að rannsaka virkni jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma. Var þetta gert með því að skoða nákvæmlega setlög, skipan þeirra og aflögun í Belgsholtsbökkum, Melabökkum og Ásbökkum, auk þess að kanna setlög og landform inn af ströndinni. 

Lesa meira

14.9.2020 : Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis - verkefni lokið

         Rannsóknarverkefnið „Greining á málfræðilegum áhrifum stafræns málsambýlis“ fékk öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs árið 2016. Meginmarkmið verkefnisins var að kortleggja og greina stöðu íslenskrar tungu á tímum róttækra samfélags- og tæknibreytinga, með sérstöku tilliti til enskra áhrifa, einkum gegnum stafræna miðla. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica